fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Eyjan

Fríverslunarsamningur – faðmlag við ofbeldismenn

Egill Helgason
Laugardaginn 25. janúar 2014 23:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alþingi Íslendinga ræddi í vikunni fríverslunarsamning við Kína.

Þetta hefur farið mjög lágt – það er semsagt að gerast að þetta risastóra mál er að fara í gegn án þess að það sé skoðað vandlega, fari í gegnum alvöru gagnrýna þjóðfélagsumræðu.

Eftir allt uppnámið í kringum Evrópusambandsumsóknina er stefnumótun í utanríkismálum Íslendinga í algjöru skötulíki. Það er hentistefnan ein sem ræður ferðinni. Endalausar boðsferðir íslenskra ráðamanna til Kína eru aldeilis að virka. Þar fá þeir trakteringar sem ekki bjóðast í lýðræðisríkjum.

Píratar eru eini stjórnmálaflokkurinn sem hafa reynt að efna til  til alvöru umræðu um samninginn í þinginu, eins og sjá má hérna á vef þingsins. Þeir nefna meðal annars Tíbet.

Guðmundur Hörður skrifar um fríverslunarsamninginn undir yfirskriftinni Faðmlag Íslands og ofbeldismanna. Þetta er tímabær grein:

Það er fólkið á Alþingi sem veldur mér áhyggjum. Nú eru þingmenn allra flokka nema Pírata komnir á fremsta hlunn með að samþykkja fríverslunarsamning við kínversku kommúnistastjórnina. Stjórn sem viðurkennir ekki mannréttindi og meinar launafólki að stofna frjáls stéttarfélög, líkt og ASÍ bendir á í umsögn um samninginn. Amnesty International vitnar í sinni umsögn um ýmis mannréttindabrot sem kínversk stjórnvöld stunda, t.d. saksókn á hendur þeim sem mæla fyrir umbótum í mannréttindamálum, ofsóknir gegn lögfræðingum þeirra, víðtækt net fangabúða þar sem hundruð þúsunda einstaklinga eru vistaðir án réttarhalda og sæta pyntingum og nauðungarvinnu, sakborninga sem eru teknir af lífi án sanngjarnrar málsmeðferðar og nauðungarflutninga fólks af heimilum sínum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Nýtt kaupaukakerfi í Íslandsbanka ofan á 12 prósenta kauphækkun stjórnenda

Orðið á götunni: Nýtt kaupaukakerfi í Íslandsbanka ofan á 12 prósenta kauphækkun stjórnenda
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Einföldum lífið!

Thomas Möller skrifar: Einföldum lífið!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ingu blöskraði – „Er hann að segja að kvótakóngarnir eigi sjávarauðlindina??“

Ingu blöskraði – „Er hann að segja að kvótakóngarnir eigi sjávarauðlindina??“