fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
Eyjan

Smelludólgaháttur

Egill Helgason
Mánudaginn 14. desember 2015 19:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ekki oft að maður lendir í því að fá um sig stóran fjölmiðlauppslátt sem maður áttar sig ekki alveg hvað er, en fattar svo að það er líklega vegna einhvers sem maður sagði fyrir löngu. En netið gleymir ekki, það er víst. Og oft þarf að hnoða saman „fréttum“ á furðulegan hátt til að fá netnotendur til að smella.

Í gær skrifaði ég litla grein á vefinn, hún var svona:

 

Screen Shot 2015-12-14 at 18.45.05

 

Þetta er frásögn af umtöluðum bardaga, eins og menn sjá kemur þarna hvergi fram nein skoðun á þessum slagsmálum, úrslitum þeirra eða athæfinu yfirleitt. Þarna er einungis stuðst við frásagnir úr öðrum fjölmiðlum, reyndar frekar dregið úr. Höfuðhöggin munu hafa verið nær 200.

Smelludólgur sem starfar á Vísi.is komst í þetta og skrifaði frétt sem hefur aldeilis endurómað í dag.

 

Screen Shot 2015-12-14 at 18.50.59

 

Um kenninguna hvort feitt fólk, alkólhólistar, reykingamenn eða aðrir sem passa ekki nógu vel upp á heilsu sína megi hafa skoðanir á þessu eða öðru sem tengist heilsufari ætla ég ekki að fjalla  – spurning reyndar hvort maður megi þá hafa skoðanir á loftslagsbreytingum af mannavöldum eða byssueign?

Ég var að reyna að rifja upp hvaðan fyrirsögnin er komin á þessa „frétt“ sem varð svo víðlesin í gærkvöldi og í morgun, því eins og menn sjá er hana ekki að finna í greininni litlu sem ég skrifaði? Upplýsingar um það eru heldur ekki að finna í „fréttinni“ sjálfri.

Jú, ég hef grun um að þarna sé vísað í grein sem ég skrifaði fyrir löngu síðan, en það er varla „frétt“ – fjandakornið.

Hljómar heldur ekki sérlega vel.

„Egill Helgason telur MMA  ekki íþrótt heldur ofbeldi – sagði eitthvað á þá leið fyrir tveimur árum.“

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Mikil mistök að sameinast Kjarnanum

Reynir Traustason: Mikil mistök að sameinast Kjarnanum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt