

Hér á vefnum Brightside er að finna safn af frábærum ljósmyndum frá því á síðustu öld. Þarna er Tesla í vinnustofu sinni með rafmagn allt í kring, Hemingway lyftandi glasi, orðinn illa farinn af ofdrykkju, Alain Delon sem slær Mick Jagger algjörlega út í æskufegurð og sjarma.
En ég staldraði við þessa ljósmynd. Þetta eru konur í Íran að mótmæla því að þurfa að klæðast hijab árið 1979 – eftir írönsku byltinguna. Hún leiddi til þess að öllum þessum konum var þröngvað í þennan hræðilega klæðnað.
Það er þversögn að höfuðpaurinn í þessu, Khomeini æðstiklerkur, hafði fengið hæli í Frakklandi – í landi frelsisins – áður en hann sneri aftur til Íran.
Myndin er áhrifamikil og minnir okkur á að hijab og niqab og burqa er kúgunartæki sem er beitt gegn konum.
