fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
Eyjan

Almar afhjúpar fjölmiðla

Egill Helgason
Þriðjudaginn 8. desember 2015 08:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarmaðurinn Samúel J. Samúelsson bendir á athyglisverðan hlut – nefnilega að þeir fjölmiðlar hafi sýnt listgjörningi Almars mestan áhuga sem hafa minnstan áhuga á menningu og fjalla lítt um list.

Almar gæti jafnvel hafa náð að fletta með lævíslegum hætti ofan af innihalds- og metnaðarleysi fjölmiðla, brugðið upp samfélagsspegli eins og Samúel skrifar á Facebook:

Áhugaleysi fjölmiðla á menningu og listum sem endurspeglast kannski best í Idol-factor-voice væðingu þeirra undanfarin ár hefur orðið til þess að þeir hafa ekki áhuga á metnaðarfullum listverkum. Allt er metið út frá sölutölum og hvort viðkomandi listamaður sé að græða eða meika það. Nánast enginn umfjöllum ef frá er talin Rás 1 og Sunnudagsmorgunblað.

Ég þekki þetta af eigin reynslu að reyna að vekja athygli á tónleikum og eða útgáfum á nýrri frumsaminni metnaðarfullri list að maður gæti allt eins sent fjölmiðlum flöskuskeyti því þeir virðast engan áhuga hafa.
Ef það er ekki þeirra eigin innanhúsframleiðsla þá er eins og það sé ekki til.
Svo ákveður ungur listamaður að setja upp sýningu þar sem nekt hans er stór hluti verksins. Allt í einu er þetta alls staðar. Meira segja í sér glugga í beinni á Rúv á „prime time“ á föstudegi. Sömu stofnun og hefur dregið lappirnar árum saman í dokumentasjón á menningu samtímans.
Erum við virkilega stödd þarna?
Að þú þurfir að vera allsber til að vekja athygli
Ég óska eftir meiri metnaði og betri ritstjórn
Glerkassinn hans Almars er einhver besti þjóðfélags spegill sem okkur hefur verið færður í langan tíma.
Pissa, kúka, strippa og runka og þú nærð í gegn.

Við náttúrlega sjáum hvernig fjölmiðlar nærast á hneykslun og sensasjónalisma sem aldrei fyrr. Hið smellubrjálaða netumhverfi býður upp á það. Hin stanslausa fjölmiðlun býður upp á að hlutir séu blásnir algjörlega úr samhengi og að þeir gleymist svo jafnóðum aftur. En það lítur þó út fyrir að það hafi fyrst og fremst verið miðlar 365 sem gengu af göflunum, eins og sjá má á þessari stöðufærslu ljósmyndarans Golla. Ég held þetta hljóti jafnvel að vera ein af ljósmyndum ársins.

 

Screen Shot 2015-12-08 at 08.32.10

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Mikil mistök að sameinast Kjarnanum

Reynir Traustason: Mikil mistök að sameinast Kjarnanum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt