fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
Eyjan

Fagurfræðileg upplausn – stór byggingaáform

Egill Helgason
Mánudaginn 7. desember 2015 08:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar Landsbankinn vildi fara reisa sér nýjar höfuðsstöðvar voru ein aðalrökin þau að það væri óhagkvæmt fyrir bankann að hafa starfsemina á mörgum stöðum í borginni og það í dýru leiguhúsnæði.

Stjórnmálamenn ákváðu upp til hópa að taka ekki mark á þessum rökum bankans. Í gang fór mikil herferð gegn þessari húsbyggingu.

Má vel vera að sé ágætt að hún rísi ekki.

En nú virðast sömu rök vera færð fyrir því að Alþingi láti reisa nýja skrifstofubyggingu – upp á heila 4500 fermetra!

Semsagt þau að ekki sé gott fyrir þingið að notast við leighúsnæði. En á það eitthvað betur við núna?

Svo má náttúrlega ræða í löngu máli hversu sniðugt er að ætla að taka mið af gömlu teikningum eftir Guðjón Samúelsson, en almennt séð virðist ríkja fagurfræðileg upplausn í arkítektúr miðborgarinnar.

Þarna höfum við Guðjón og nostalgískan forsætisráðherra öðru megin, en hinum megin borgarstjórnina sem virðist ekki ráða við verktaka og spekúlanta sem er hjartanlega sama um allt nema að skítnýta hvern einasta rúmsentimeter sem býðst – og í þeirra þjónustu lítiþæga arkitekta sem láta samhengi í byggingarlist lönd og leið – og byggingar eins og þessa og þessa, eitthvað sem myndi kannski ekki stinga í stúf í Grafarholti  eða Borgartúni – en er alveg út úr kú í miðbænum.

 

fr_20150401_011844

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Mikil mistök að sameinast Kjarnanum

Reynir Traustason: Mikil mistök að sameinast Kjarnanum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt