

New York Times birtir leiðara á forsíðu blaðsins í fyrsta skipti síðan 1920. Blaðið telur að umrætt málefni sé svo áríðandi. Leiðarinn ber yfirskriftina Byssufaraldur – og er beint gegn útbreiðslu skotvopna í Bandaríkjunum. Segir að það sé siðferðislegt hneyksli og þjóðarskömm að borgarar geti með löglegum hætti keypt vopn sem eru ætluð til að drepa fólk hratt og örugglega.
Leiðarann má lesa í heild sinni hér.
