fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
Eyjan

Viðbrögð almennings sem listaverk

Egill Helgason
Sunnudaginn 6. desember 2015 01:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dálítið er það merkilegt þetta viðhorf sem heyrist út um allt að tilgangur listar sé að „skapa umræðu“, að list hjóti að vera vel heppnuð bara ef hún skapar umræðu – sem þýðir í dag að hún fer góðan rúnt á samskiptamiðlum.

Við höfum upplifað þetta síðasta árið, fyrst með moskuna í Feneyjum, og nú með piltinn í kassanum – viðkvæðið er, fyrst þetta verður svona umtalað, vekur hneykslan hjá sumum, þá hlýtur það barasta að vera vel heppnað. Það er meira að segja talað um að aðrir listamenn hljóti að vera öfundsjúkir yfir athyglinni. Og að þeir sem ekki nái þessu séu þröngsýnir smáborgarar. Épater la bourgeoisie var reyndar heróp róttækra listamanna strax á 19. öld svo það er ekkert nýtt.

Þarna er fyrst og fremst verið að spila inn á fjölmiðlaveruleika, meiningin er að listaverkið sé ekki ekki bara fólgið í gjörningnum sjálfum, sem þarf ekki að vera sérlega listrænn í sjálfu sér, hvað þá frumlegur, heldur í viðbrögðunum við honum. Viðbrögð almennings sem listaverk.

Þarna erum við komin út á svið þess sem á ensku kallast pseudo-events, við höfum íslenska orðið fjölmiðlauppákomur sem nær því svona nokkurn veginn. Eitthvað sem er beinlínis gert til að komast í sviðsljós fjölmiðla og ná athygli almennings. Það getur verið að dvelja viku í búri –  eða bakka hringveginn.

Þegar vel tekst til, og ekki síst þegar er gengið hressilega fram af fólki, skapast vissulega umræða um slíkar fjölmiðlauppákomur. Það var game changer þegar ungi maðurinn í búrinu byrjaði að rúnka sér. En fjölmiðlar nútímans ganga að heilmiklu leyti út á athygli sem er krafist með þessum hætti – sjá, hér er ég, takið eftir mér! Almenningur fylgist með stanslausum pseudo-atburðum í Kardashians (þar var meira að segja kynskiptaaðgerð sem komst í heimsfréttirnar) og Big Brother – í síðarnefndu þáttunum er reyndar beinlínis spilað á konseptið fólk í búri. Og þar hafa búrverjar líka verið staðnir að því að iðka sjálfsfróun.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Mikil mistök að sameinast Kjarnanum

Reynir Traustason: Mikil mistök að sameinast Kjarnanum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt