fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
Eyjan

Faraldur narkissisma í listheiminum?

Egill Helgason
Fimmtudaginn 3. desember 2015 11:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Er sjálfsdýrkun að ganga af listaheiminum dauðum?  Í verkum þar sem listamaðurinn sjálfur er í miðjunni, hann er aðalatriðið, viðfangið, já, verkið sjálft – list sem er eins og útblásnar selfie-myndir?

Undanfarið hafa birst tvær greinar á Artnet News þar sem þessu er haldið fram. Vísað er meðal annars í gjörninga listakonunnar Marinu Abramovic sem er kölluð „drottning gjörningalistarinnar“ – sem í annarri greininni sem er eftir J.J. Charlesworth eru sýningar hennar í New York og London kallaðar fáránlegar, nútímaleg útgáfa af sjálfshjálp sem hipsterar hafi staðið í löngum röðum til skoða.
marina_350x517-1

 

Það sé ekki nýtt að listamenn hafi stór egó, en í báðum greinunum er fjallað um fyrirbærið narkissisma, sjálfsástina, Narkissos var goðsöguleg vera sem horfði svo lengi á sjálfsmynd sína í spegli vatns að hann drukknaði.

Síðari greinin er eftir Christian Viveros-Fauné, hún birtist í fyrradag. Þar er beinlínis talað um faraldur narkissisma sem tröllríði listinni, og sett í samband við allar þær sjálfsmyndir og sjálfsdýrkun sem er að finna á samskiptamiðlum. Höfundurinn veltir því líka fyrir sér hvort von sé á góðu þegar notaðar eru skilgreiningar á list eins og þessi, sem er komin frá félagsfræðingnum Howard Becker:

Ef maður fremur list, hlýtur maður að vera listamaður. Og þarafleiðandi, sé maður listamaður, hlýtur það sem maður gerir að vera list.

Virkar eins og ákall á uppblásin egó og narsíssiska persónuleikaröskun, segir greinarhöfundur. Hann nefnir líka Abramovic og svo Chris Burden sem skaut sig í hendina og krossfesti sig á bílhúddi í nafni listarinnar, en að auki gjörning leikarans Shia Labeouf þar sem hann situr í kvikmyndahúsi í 72 klukkutíma, horfir á myndir og maular popp ásamt fleiri áhorfendum.

 

griot-mag_all-my-movies-art-installation-shia-labeouf-1-1024x578

 

Það verður seint sagt að gjörningur listnemans íslenska sem lokar sig inni í búri sé sérlega frumlegur, þetta hefur verið gert áður eins og svo margt annað í okkar heimi og oftar en einu sinni eða tvisvar – en hann er ágætt tilefni til að ræða stefnur og strauma í myndlist sem er satt að segja ekki alltof algengt núorðið.

 

Screen Shot 2015-12-03 at 11.23.17

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Mikil mistök að sameinast Kjarnanum

Reynir Traustason: Mikil mistök að sameinast Kjarnanum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt