

Enn ein skotárásin í Bandaríkjunum. Nú í San Bernardino í Kaliforníu. Fjórtán fallnir að minnsta kosti. Þessi forsíða á New York Daily News er ansi sterk. Bænir hjálpa ekki. Né heldur innantóm orð hugleysingja sem þora ekki að standa gegn skotvopnaplágunni – forsetaframbjóðendur Repúblikana fá þarna fyrir ferðina.

Hér er skelfilegt dagatal sem er tekið saman undir heitinu Mass Shooting Tracker – Guns are Cool. Þarna má sjá að þetta er 355 skotárásin á þessu ári, semsé á 336 dögum, þar sem fjórir eða fleiri deyja eða slasast. Eins og má sjá eru margar svona árásir suma daga.
