fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
Eyjan

Loftárásir á Isis eru gildra

Egill Helgason
Miðvikudaginn 2. desember 2015 19:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nicolas Hénin er franskur blaðamaður sem var gísl hjá Isis í tíu mánuði. Hér er stutt viðtal við hann frá félagskap sem nefnist The Syria Campaign

Þetta er ótrúlega glögg samantekt á ástandinu í Sýrlandi, tilverugrundvelli Isis, hinni ótrúlegu grimmd Assads, mistökum Vesturlanda og nauðsyn þess að finna pólitíska lausn sem kippir fótunum undan Isis í stað þess að svara með sprengjuárásum sem auka einungis á þjáningu almennra borgara og styrkja hugmyndaheim íslamistanna.

Þetta er maður sem veit hvað hann er að tala um. En því miður ráða ferðinni innantómir stjórnmálamenn eins og David Cameron – skilgetið afkvæmi hins hola Tonys Blair – sem ásakar þá sem hafa efasemdir um að varpa sprengjum á Sýrland fyrir að vera stuðningsmenn hryðjuverkamanna. Í heimi slíkra pólitískra snýst allt um sýnd fremur en reynd.

Hér er reyndar einn flokksbróðir Camerons, Íhaldsþingmaðurinn Adam Holloway, sem segir að loftárásirnar byggi á lítilli hugsun og vanþekkingu á aðstæðum, ef ekki sé gripið til víðtækari pólitískra aðgerða sé hætta á að ástandi versni enn.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Mikil mistök að sameinast Kjarnanum

Reynir Traustason: Mikil mistök að sameinast Kjarnanum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt