fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025

Metsöluhöfundurinn Iain Reid, yngri bróðir frú Elizu Reid heldur útgáfuhóf í Reykjavík

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 13. apríl 2018 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega kom fyrsta skáldsaga kanadíska rithöfundarins Iain Reid út hjá Veröld í þýðingu Árna Óskarssonar.

Reid, sem búsettur er í Kanada, er yngri bróðir frú Elizu Reid forsetafrúar okkar.

Reid hefur áður gefið út æviminningar sínar í tveimur bókum: A Year in the Life of an Over-Educated, Underemployed, Twentysomething Who Moves Back Home (árið 2010) og The Truth About Luck: What I Learned on my Road Trip with Grandma (árið 2013).

Ég er að spá í að slútta þessu er hins vegar fyrsta skáldsaga hans og kom hún út í heimalandinu árið 2016.

Frú Eliza er stofnandi ritlistarbúðanna Iceland Writers Retreat, ásamt Ericu Green, en þær fara fram í Reykjavík núna 11. – 15. apríl.

Höfundurinn er staddur hér á landi og verður haldinn útgáfufagnaður í Eymundsson Austurstræti mánudaginn 16. apríl kl. 17.

Bókin fjallar um Jake og kærustu hans sem heimsækja foreldra hans sem búa á frekar afskekktum bóndabæ. Ýmislegt sérkennilegt mætir unnustunni í þessari ferð og sú mynd sem hún hafði af Jake rímar illa við það sem hún upplifir. Á heimleiðinni lenda þau í blindbyl sem ber þau að auðri skólabyggingu þar sem atburðarásin tekur óvænta stefnu.

Bókin hefur slegið rækilega í gegn víða um heim og leikstjórinn Charlie Kaufman, sem tilnefndur hefur verið til Óskarsverðlauna, vinnur nú að mynd eftir sögunni, sem Notable Books Council valdi sem skáldsögu ársins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Ákveðinn í að komast frá Chelsea og horfir á einn áfangastað

Ákveðinn í að komast frá Chelsea og horfir á einn áfangastað
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Van Dijk vonsvikinn með hegðun stuðningsmanna: ,,Var nóg af fólki að segja þeim að þegja“

Van Dijk vonsvikinn með hegðun stuðningsmanna: ,,Var nóg af fólki að segja þeim að þegja“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Staðfestir að hann sé ekki hættur eftir bílslysið hræðilega

Staðfestir að hann sé ekki hættur eftir bílslysið hræðilega
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Deilur um Palestínufána í Gleðigöngunni: „Írónían er bara svo hrópandi“

Deilur um Palestínufána í Gleðigöngunni: „Írónían er bara svo hrópandi“
Eyjan
Fyrir 9 klukkutímum

Orðið á götunni: Hin raunverulega ástæða fyrir málþófinu um veiðigjöldin

Orðið á götunni: Hin raunverulega ástæða fyrir málþófinu um veiðigjöldin
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Sýndu óásættanlega óvirðingu í leiknum í gær – Bauluðu þegar minning Jota var heiðruð

Sýndu óásættanlega óvirðingu í leiknum í gær – Bauluðu þegar minning Jota var heiðruð
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Fengu aðrar slæmar fréttir fyrir tímabilið – Annar miðvörður meiddur

Fengu aðrar slæmar fréttir fyrir tímabilið – Annar miðvörður meiddur
Fókus
Fyrir 12 klukkutímum

Nýtt heimsmet í Húsafellshelluburði

Nýtt heimsmet í Húsafellshelluburði