fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
Fókus

Kokteilsósan skiptir Bandaríkjamönnum í tvær fylkingar

Ritstjórn DV
Föstudaginn 13. apríl 2018 14:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tómatsósuframleiðandinn Heinz hefur blásið til atkvæðagreiðslu um það hvort fyrirtækið eigi að hefja framleiðslu á vöru þar sem uppistaðan er blanda af majónesi og tómatsósu. Eins og Íslendingar vita er útkoman kokteilsósa þegar þessum tveimur hráefnum er blandað saman.

Heinz birti færslu á Twitter þar sem notendur voru hvattir til að kjósa um það hvort fyrirtækið ætti að setja sósuna á markað. 500 þúsund atkvæði þarf til að svo verði en þegar þetta er skrifað hafa um 380 þúsund manns sagt já, eða 55 prósent kjósenda, á meðan 45 prósent kjósenda hafa sagt nei.

En hvað á sósan að heita? Heinz hefur lagt til að sósan heiti Mayochup (af hverju ekki cocktail-sauce?) og hefur það lagst misjafnlega fyrir. Nicole Kulwicki, yfirmaður markaðsmála hjá Heinz, segir að nafnið Ketchonaise komi einnig til greina en neytendur muni þó hafa lokaorðið hvað þetta varðar.

Aðdáendur kokteilsósunnar hér á landi vita að erfitt getur verið að fá hana á veitingastöðum erlendis. Þó er ekki svo að um sé að ræða íslenska uppfinningu eins og sumir halda þó skoðanir um það séu skiptar.

Árið 2014 sagði matreiðslumeistarinn Úlfar Eysteinsson að kokteilsósan væri alíslensk, Magnús Björnsson á Aski hefði fundið hana upp. Egill Helgason benti svo á það á bloggsíðu sinni að í Bandaríkjunum væri sósan þekkt undir nafninu Fry Sauce, eða Burger Sauce og hún hefði fyrst komið fram á sjónarsviðið árið 1948. Einhverra hluta vegna hefur hún þó ekki hlotið jafn mikla útbreiðslu og hér á landi.

Það er þó aldrei að vita nema kokteilsósan nái loks þeirri útbreiðslu sem hún á skilið vestan hafs, en þá undir nafninu Mayochup eða Ketchonaise.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Aníta hætti að drekka áfengi og finnur strax mikinn mun

Aníta hætti að drekka áfengi og finnur strax mikinn mun
Fókus
Í gær

,,Þetta var komið gott eftir líflátshótanir”

,,Þetta var komið gott eftir líflátshótanir”
Fókus
Fyrir 2 dögum

Anna Gundís segir þetta vera algengustu mistökin við að taka sjálfsmynd

Anna Gundís segir þetta vera algengustu mistökin við að taka sjálfsmynd
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Um tíma átti ég erfitt með að kaupa mér maskara því ég eyddi svo miklum pening í maníu“

„Um tíma átti ég erfitt með að kaupa mér maskara því ég eyddi svo miklum pening í maníu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hvetur fólk til að skipta út þessu orði: „Hættum að afsaka okkur í sífellu“

Hvetur fólk til að skipta út þessu orði: „Hættum að afsaka okkur í sífellu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Elizabeth Hurley afhjúpar leyndarmálið að unglegu útliti

Elizabeth Hurley afhjúpar leyndarmálið að unglegu útliti