fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fókus

Sunna Rós horfði á Lion King daglega í heilt ár og fékk sér tattú af Simba

Tómas Valgeirsson
Fimmtudaginn 12. apríl 2018 15:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á Akranesi býr landsins stærsti aðdáandi Disney teiknimyndarinnar The Lion King, þó víðar væri leitað. Sunna Rós Þorsteinsdóttir er 35 ára og mikil áhugamanneskja um kvikmyndir. Hún hefur verið lengi heilluð af Konungi ljónanna og er með húðflúr af aðalpersónunni Simba. 

Sunna Rós gaf sig fram eftir að Bíó Paradís auglýsti eftir stærstu Lion King-aðdáendum Íslands, í tilefni af því að myndin verður sýnd á Alþjóðlegri Barnakvikmyndahátíð á laugardaginn 14. apríl.

Myndin er ein af þremur uppáhaldsmyndunum mínum. Það er bara ekkert hægt að fá ógeð af þessari kvikmynd og það hleypur á þriggja stafa tölu hvað ég hef séð hana oft!“ segir Sunna Rós, sem sá myndina fyrst í bíó tólf ára gömul og segir myndbandsspóluna hafa verið nauðsynlegan og vægast sagt vinsælan hlut á heimilinu. 

Sunna segir að myndin hafi sérstaklega oft verið sett í gang þegar tveggja ára frænka hennar heimtaði að fá að horfa á myndina dag eftir dag á meðan hún var í pössun. Við enduðum á því að horfa á hana nánast daglega í heilt ár á einum tímapunkti,” bætir Sunna við. “Það þykir því við hæfi að fá mér tattúið af teikningunni sem apinn Rafiki krotaði af Simba í tréð.”

Uppáhalds lag Sunnu í myndinni segir hún tvímælalaust vera Be Prepared, einsöngurinn hjá hinum illræmda Skara, sem er sungið að mestu af breska leikaranum Jeremy Irons í upprunalegu útgáfu myndarinnar.

Aðspurð um hvora talsetninguna hún kunni betur að meta segist hún ekki einu sinni hafa klárað að horfa á þá íslensku út til enda, enda skýr ástæða þar á bakvið: Mig langar helst til að æla yfir íslensku útgáfunni”.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Stórbrotið atvik í Pallborði Vísis – „Þetta er fáránleg spurning“

Stórbrotið atvik í Pallborði Vísis – „Þetta er fáránleg spurning“
Fókus
Fyrir 2 dögum

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tók mynd af sér með nýfæddum syninum en það var mamman í bakgrunninum sem stal senunni

Tók mynd af sér með nýfæddum syninum en það var mamman í bakgrunninum sem stal senunni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Prófaðu þetta næst þegar þú getur ekki sofið vegna fótapirrings

Prófaðu þetta næst þegar þú getur ekki sofið vegna fótapirrings
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun