fbpx
Föstudagur 15.ágúst 2025
Eyjan

Ráðherrakapallinn er flókinn

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 11. janúar 2017 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Egill Helgason„Kannski er það til marks um hversu góð tök Bjarni Benediktsson hefur á flokki sínum að hann kemst upp með að gera þetta svona,“ skrifar Egill Helgason um ráðherraskipan sjálfstæðismanna. Tillaga Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins og verðandi forsætisráðherra, kom mörgum í opna skjöldu enda ekki tekið mikið tillit til þess hvernig mönnum vegnaði í prófkjörum flokksins né þess hversu stór kosningasigur listans var í hverju kjördæmi. Þannig eru oddvitar sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi og Norðvestur ekki með ráðherrastóla þótt þeir hafi unnið sigra í kjördæmum sínum en fólki sem er neðar á lista þeirra veittar vegtyllur. Til dæmis fær Unnur Brá Konráðsdóttir embætti forseta Alþingis en hún er áttundi þingmaður Suðurkjördæmis og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir sem er fjórði þingmaður í Norðvestur kjördæmi fær ráðherrastól. Enda studdi Páll Magnússon, oddviti sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi, ekki ráðherraskipan formannsins einsog Eyjan.is sagði frá í morgun.

Jafnréttissjónarmið hafa verið nefnd til sögunnar þegar rætt er um ráðherraskipan Bjarna Benediktssonar en konur hafa á þessari öld oftast náð betri árangri í prófkjörum Sjálfstæðisflokksins heldur en síðast. Aðeins ein kona var oddviti sjálfstæðismanna í síðustu kosningum og það var Ólöf Nordal í Reykjavík. En þá er litið til þess að í kjördæmi Bjarna, Suðvestur, þá velur hann annan karlmann á ráðherrastól með sér, Jón Gunnarsson, en lítur framhjá konunum á listanum þar.

Þá skrifar Egill:

Svo má spyrja hvort menningararfurinn verði fluttur aftur í menntamálaráðuneytið, en hann var færður í forsætisráðuneytið á tíma Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Það eru áhöld um hvort Bjarni Benediktsson hafi áhuga á að sinna honum með sama hætti og Sigmundur.

Börkur Gunnarsson

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Minnisleysi ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Minnisleysi ráðherrans
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Orðið á götunni: Höfundur hrunsins toppar sjálfan sig – kallar Kristrúnu og Þorgerði Katrínu „fermingarstúlkur“

Orðið á götunni: Höfundur hrunsins toppar sjálfan sig – kallar Kristrúnu og Þorgerði Katrínu „fermingarstúlkur“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“