fbpx
Föstudagur 15.ágúst 2025
Eyjan

Þór Saari: „Þessi hægri stjórn, langt, langt, langt til hægri er í boði Vinstri-grænna…“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 11. janúar 2017 12:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óli Björn Kárason. Mynd/DV.
Óli Björn Kárason. Mynd/DV.

„Vinstrisinnaðir álitsgjafar boða stríð,“ skrifar Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Þar ræðir hann um það að hveitibrauðsdagar nýju ríkisstjórnarinnar verði fáir og að fjölmiðlar séu þegar búnir að setja sig í stellingar og að stjórnarandstaðan muni nýta sér það. „Þeir sem hæst hafa talað um ný vinnubrögð, aukið og betra samtal og samvinnu á Alþingi hafa þegar grafið sér skotgrafir. Áður en ríkisstjórnin hefur formlega tekið við völdum boða Píratar Birgittu Jónsdóttur að hugsanlegt sé, til greina komi og ekki sé ólíklegt að þeir leggi fram vantraust á ríkisstjórnina þegar þing kemur saman síðar í þessum mánuði,“ skrifar Óli Björn.

Hann segir að hægt sé að hafa samúð með Pírötum sem fengu vinveitta erlenda blaðamenn til landsins á meðan skoðanakannanir bentu til að þeir myndu sigra kosningarnar en að úrslitin hafi þvert á móti sýnt kosningasigur sjálfstæðismanna. Því séu Píratar í sárum. Óli Björn skrifar:

Birgitta Jónsdóttir var með það á hreinu hver bæri ábyrgðina á að vinstristjórn varð ekki að veruleika; Vinstri græn undir forystu Katrínar Jakobsdóttur. Í samtali við Stundina 14. desember sagði leiðtogi Pírata:

„Mér sýnist nú, því miður, VG hafa ákveðið að taka sleggju og lemja sundur brúna sem við náðum að byggja á milli fólks.“

Í umræðum á Facebook-síðu Birgittu um áramótin tók gamall samherji hennar til máls. Þór Saari, frambjóðandi Pírata og fyrrverandi þingmaður Borgarahreyfingarinnar og Hreyfingarinnar, var síður en svo hress með fréttir um að hafnar væru viðræður milli Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar um ríkisstjórn. Og auðvitað bar Katrín Jakobsdóttir ábyrgðina:

„Þessi hægri stjórn, langt, langt, langt til hægri er í boði Vinstri-grænna og þá sérstaklega Katrínar Jakobsdóttur. Það var meira að segja hálendisþjóðgarður í boði en VG sagði nei. Vinstri hvað? Grænt hvað? Megi þetta duglausa eiginhagsmunalið fara sömu leið og Samfylkingin í næstu kosningum.“

Almenningur jafnt sem stjórnarliðar hafa því fengið smjörþefinn af því hvernig Píratar ætla að haga störfum sínum á Alþingi á kjörtímabilinu. „Nýju vinnubrögðin“ hafa verið ákveðin og „samtalið“ verður markað upp- og úthrópunum. Það verður forvitnilegt að fylgjast með hvort og þá hvernig stjórnarandstöðunni tekst að stilla saman strengi sína í samvinnu við Pírata.

 

Börkur Gunnarsson

 

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Minnisleysi ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Minnisleysi ráðherrans
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Orðið á götunni: Höfundur hrunsins toppar sjálfan sig – kallar Kristrúnu og Þorgerði Katrínu „fermingarstúlkur“

Orðið á götunni: Höfundur hrunsins toppar sjálfan sig – kallar Kristrúnu og Þorgerði Katrínu „fermingarstúlkur“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“