fbpx
Föstudagur 15.ágúst 2025
Eyjan

Jafnlaunavottun verður skylda fyrir 25 manna fyrirtæki

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 10. janúar 2017 12:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar fyrir framan Bessastaði í dag. DV-mynd: Sigtryggur Ari.
Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar. Talið er að hann verði fjármálaráðherra. DV-mynd: Sigtryggur Ari.

Heilbrigðismálin eru sett í algjöran forgang,“ sagði Þorsteinn Víglundsson um stjórnarsáttmálann sem ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar mun kynna í Gerðarsafni í Kópavogi í dag klukkan 14:30.  Hann sagði einnig frá því í viðtali á Bylgjunni í hádegisfréttum að hann teldi að minni flokkarnir hafi náð mörgum af sínum málefnum fram í þessum stjórnarsáttmála. Heimildir Eyjunnar.is herma að mjög mikil ánægja hafi verið á fundi Viðreisnar í gær þarsem stjórnarsáttmálinn var samþykktur og menn haft það á orði að Viðreisn hafi fengið góðan samning.

Samkvæmt heimildum Eyjunnar.is, frá þeim sem sóttu fundi stofnana stjórnarflokkanna í gærkvöldi, eru meðal annars eftirfarandi mál í stjórnarsáttmálanum sem verður kynntur klukkan 14:30 í dag: Endurskoðun peningastefnunnar á að ljúka fyrir lok fyrsta starfsárs. Námsstyrkjakerfi verður tekið upp að norrænni fyrirmynd. Máltækniverkefni verði haldið áfram í samstarfi við fræðasamfélagið og atvinnulífið með það fyrir augum að snjalltæki skilji talaða Íslensku. Samkeppnissjóðir á sviði menningar og nýsköpunar verða styrktir verulega.

Jafnlaunavottun verður skylda fyrir 25 manna fyrirtæki og yfir. Sjávarútvegskerfið verður endurskoðað með það fyrir augum að auka afgjald frá sjávarútveginum, sem þó verði tengt afkomu greinarinnar. Horft verður til markaðstengdra langtímasamninga um nýtingu sjávarauðlindar. Endurskoðun búvörusamnings fyrir 2019. Ráðstöfun innflutningskvóta endurskoðuð og forsendur fyrir frávikum frá samkeppnislögum fyrir mjólkuriðnaðinn greindar og gerðar viðeigandi breytingar.

Börkur Gunnarsson

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Minnisleysi ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Minnisleysi ráðherrans
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Orðið á götunni: Höfundur hrunsins toppar sjálfan sig – kallar Kristrúnu og Þorgerði Katrínu „fermingarstúlkur“

Orðið á götunni: Höfundur hrunsins toppar sjálfan sig – kallar Kristrúnu og Þorgerði Katrínu „fermingarstúlkur“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“