fbpx
Föstudagur 15.ágúst 2025
Eyjan

Nýr stjórnarsáttmáli verður undirritaður eftir hádegi – Sjálfstæðisflokkur gæti fengið sex ráðuneyti

Ari Brynjólfsson
Þriðjudaginn 10. janúar 2017 08:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óttarr Proppé, Bjarni Benediktson og Benedikt Jóhannesson. Samsett mynd: EPA/DV
Formenn verðandi ríkisstjórnarflokka, Óttarr Proppé, Bjarni Benediktson og Benedikt Jóhannesson. Samsett mynd: EPA/DV

Stjórnarsáttmáli þriggja flokka ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar verður undirritaður eftir hádegi í dag, en það mun að öllum líkindum ekki liggja fyrir fyrr en í kvöld hverjir verða ráðherrar í nýju ríkisstjórninni. RÚV greindi frá þessu í morgun.

Líkt og Eyjan greindi frá í gærkvöldi var stjórnarsáttmálinn samþykktur af flokkunum þremur, Sjálfstæðismenn luku sínum fundi um kl. 21 í gærkvöldi, Viðreisn klukkutíma síðar en Björt framtíð fundaði til rúmlega 23, en rúmur fjórðungur stjórnarmanna í Bjartri framtíð greiddi atkvæði gegn stjórnarsáttmálanum.

Málamiðlun í Evrópumálum

Meðal þess sem kemur fram í stjórnarsáttmálanum er að fyrir lok þings verður lögð fram þingsályktunartillaga um hvort kjósa eigi um áframhaldandi viðræður við Evrópusambandið. Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar sagði við Fréttablaðið í morgun að augljóst væri að lendingin í Evrópumálunum væri málamiðlun, tók hann fram að hugmyndin hefði komið frá Bjarna Benediktssyni formanni Sjálfstæðisflokksins snemma í viðræðum flokkanna þriggja, en Benedikt sagði niðurstöðuna ásættanlega þar sem það verði þingið sem muni ráða því hvort farið verði í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Peningastefna landsins verður endurskoðuð strax í upphafi kjörtímabilsins og að skoðaðar verða breytingar á búvörusamningum. Fæðingarorlof verður hækkað í skrefum og fyrirtæki sem hafa 25 eða fleiri starfsmenn þurfa að taka upp jafnlaunavottun.

Kalla eftir sérstöku dómsmálaráðuneyti

Mynd: DV/Sigtryggur Ari
Mynd: DV/Sigtryggur Ari

Fram kemur í Morgunblaðinu í dag að Sjálfstæðisflokkurinn fær fimm af átta formönnum þingnefnda það komi til greina að Sjálfstæðisflokkurinn fái sex ráðuneyti í stað fimm. Hefur Morgunblaðið heimildir fyrir því að flokkurinn hafi kallað eftir því í viðræðunum að innanríkisráðuneytinu verið skipt og stofnað verði sérstakt dómsmálaráðuneyti. Einnig verða kannaðir möguleikar á breytingum á fiskveiðistjórnunarkerfinu, en í stað ótímabundins afnotaréttar verður athugað hvort hægt verður að taka upp leigu á aflaheimildum til 33 ára. Er það hugsað til þess að fá auknar tekjur af veiðigjöldum. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins segja að það verði ekki hróflað við aflamarkskerfinu.

Líkt og áður segir verður ráðherraskipan ríkisstjórnarinnar ákveðin í kvöld, stefnt er að því að skipta um ríkisstjórn á morgun og ný ríkisstjórn taki þá við á ríkisráðsfundi á Bessastöðum.

Ari Brynjólfsson – ari@pressan.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Minnisleysi ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Minnisleysi ráðherrans
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Orðið á götunni: Höfundur hrunsins toppar sjálfan sig – kallar Kristrúnu og Þorgerði Katrínu „fermingarstúlkur“

Orðið á götunni: Höfundur hrunsins toppar sjálfan sig – kallar Kristrúnu og Þorgerði Katrínu „fermingarstúlkur“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“