fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
Eyjan

Elliði vill stjórn VG og Sjálfstæðisflokks: Geta endurmótað löngu úrelt samstarfsmunstur

Ari Brynjólfsson
Mánudaginn 2. janúar 2017 16:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. Mynd: DV/Sigtryggur Ari
Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. Mynd: DV/Sigtryggur Ari

„Nái þessi stjórnarmyndun fram að ganga má öllum ljóst vera að Katrín Jakobsdóttir formaður VG lét framhjá sér fara tækifæri til að axla ábyrgð.  Í stað þess að sýna forystu og stjórnun fylgdi hún straum stjórnleysis innan eigin flokks. Straumnum sem bergmálar gagnrýni án lausna.  Hávaða án innihalds, orða án merkinga.  Hún staðfesti í raun að hún ætlar sér ekki að verða sá villikattasmali sem þörf væri á ef flokkur hennar ætlar að hafa alvöru áhrif.“

Þetta segir Elliði Vignisson bæjarstjóri Vestmannaeyja á vefsíðu sinni í dag en nú hillir undir ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar undir forystu Bjarna Benediktssonar. Elliði segir að sé lítist nokkuð vel á þá stjórn og það sé tilraunarinnar virði þó það sé óvíst að hún haldi út kjörtímabilið með svo tæpan meirihluta.

„Vinstri græn ætla að marka sér sérstöðu sem flokkur sem vill standa á hliðarlínunni“

Elliði segir að ef sú stjórn tæki við þá sópist af borðinu tækifæri íslensku þjóðarinnar til að leiða í jörðu deilumál undanfarinna áratuga. Með stjórn tveggja stærstu flokkanna á Alþingi, Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna, sem standa á sitthvorum pólnum og hafa því breiða skírskotun, þá sé tækifæri til að sætta sjónarmið um náttúruvernd, nýtingu auðlinda, afstöðu til Evrópusambandsins, framtíðar fyrirkomulag í landbúnaði, uppbyggingu heilbrigðiskerfis og svo margt annað:

Um leið hefði Karín í samstarfi við Bjarna getað endurmótað löngu úrelt og heftandi samstarfsmunstur í íslenskum stjórnvöldum þar sem kaldastríðsviðhorf hafa reist girðingar mili flokka og þar með tryggt miðjuflokkum áhrif langt umfram lýðræðislegt umboð.

Katrín Jakobsdóttir
Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs.

Hann segist ekki efast um að Katrín sé meðvituð um stöðuna:

„Það er ekkert óeðlilegt að hún reyni í örvæntingu að berja í brestina þótt vissulega komi á óvart að hún skuli leita liðsinnis Framsóknarflokksins í þeim tilraunum. Eftir stendur að Vinstri græn ætla að marka sér sérstöðu sem flokkur sem vill standa á hliðarlínunni og gagnrýna fremur en að axla ábyrgð og veita forystu.  Vel má vera að vinstrimönnum á Íslandi líki vel að styðja þannig flokk.  Annar möguleiki er að þeir telji atkvæðum betur varið hjá flokkum sem eru til í að axla ábyrgð.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“