fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
Eyjan

Varaformaður VG: Eðlilegt að leita nýrra leiða

Ari Brynjólfsson
Mánudaginn 2. janúar 2017 15:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Valur Gíslason varaformaður Vinstri grænna. Samsett mynd/DV
Björn Valur Gíslason varaformaður Vinstri grænna. Samsett mynd/DV

Björn Valur Gíslason varaformaður Vinstri grænna segir það eðlilegt að stjórnmálamenn leiti nýrra leiða nú þegar rúmir tveir mánuðir eru liðnir á kosningum og vísar hann til frétta af viðræðum Katrínar Jakobsdóttur formanns VG við Framsóknarflokkinn og Samfylkingu um félagslegar áherslur sem flokkarnir þrír geti sameinast um í stjórn eða stjórnarandstöðu. Katrín sagði ótímabært að svara spurningum um hvort VG, Framsókn og Samfylking stefndu á stjórnarmyndunarviðræður en Björn Valur segir eðlilegt að leitað sé nýrra leiða til að koma saman ríkisstjórn:

Það er líka í anda niðurstaða kosninganna.

esb-island2Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB-aðild ekki í hag Sjálfstæðisflokksins

Sjálfstæðisflokkurinn, Viðreisn og Björt framtíð hefja í dag aðra tilraun til myndun ríkisstjórnar, viðræður flokkanna, sem hefðu einungis eins þingmanns meirihluta, strönduðu síðast á Evrópu- og sjávarútvegsmálum. Í Fréttablaðinu í dag er greint frá því að þjóðaratkvæðagreiðsla um aðild Íslands verði í stjórnarsáttmálanum. Morgunblaðið hefur eftir Gunn­laug­i Snæ Ólafs­syni formanni ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar Sjálf­stæðis­flokks­ins að slík þjóðaratkvæðagreiðsla sé andstæð stefnu flokksins:

Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn myndi ein­göngu krefjast þjóðar­at­kvæðagreiðslu ef það ætti að sækja um aðild að nýju. Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn ætlaði ekki að hafa frum­kvæði að því að sækja um að nýju því hann er and­snú­inn því að ganga í Evr­ópu­sam­bandið. Þetta er ákveðin mót­sögn ef slík at­kvæðagreiðsla ætti sér stað,

seg­ir Gunn­laug­ur. Ef það sé rétt að þjóðaratkvæðagreiðsla um aðild Íslands að ESB sé í stjórnarsáttmála Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar hafi það í för með sér vandamál og það sé alveg ljóst að flokksmenn og kjósendur hafi ekki áhuga á því:

Þetta er ákveðinn póli­tísk­ur ómögu­leiki. Það er til að mynda út af þessu máli sem það er stjórn­ar­kreppa. Í raun og veru væri þessi niðurstaða ekki í hag Sjálf­stæðis­flokks­ins og ekki í anda stefnu flokks­ins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“