fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Eyjan

Góð tíðindi frá Afríku: Álfan er orðin grænni

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Sunnudaginn 19. mars 2017 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þurrkar ógna lífi ellefu milljóna í austanverðri Afríku. Þjóðir heims þurfa að gera meira. Mynd/Getty images

Í Afríku stendur nú yfir barátta náttúruaflanna og mannanna. Skógar eru felldir og fólkinu fjölgar en samt sem áður hefur magn gróðurs í álfunni aukist undanfarin 20 ár og það verða að teljast góð tíðindi.

Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar. Á sama tíma og menn fella skóga og tré á þéttbýlum svæðum þá spretta runnar og annar álíka gróður fram á strjálbýlum svæðum. Á vef videnskab.dk kemur fram að nú hafi danskir vísindamenn mælt gróðurþróun í álfunni undanfarin 20 ár. Niðurstöðurnar eru að 36 prósent álfunnar eru orðin grænni en á 11 prósentum hennar hefur gróður minnkað. Það er því ekki allt slæmt sem er að gerast í náttúrunni í álfunni.

Martin Brandt, hjá Kaupmannahafnarháskóla, vann að rannsókninni. Hann segir það sé auðvitað ekki gott að sjá neikvæð áhrif af völdum manna á gróðurinn í 11 prósentum álfunnar undanfarin 20 ár en það komi þó ekki á óvart. Hann bendir einnig á að ekki sé allt slæmt því á miklu stærra svæði hafi gróðurmagnið aukist á sama tíma.

Vísindamennirnir notuðu gervihnattamyndir til að rannsaka áhrif loftslagsbreytinga og af völdum manna á útbreiðslu trjáa og runna í Afríku. Mennirnir fella tré til að fá jarðrými fyrir akra og byggðir. Samfara loftslagsbreytingunum eykst magn CO2 í andrúmsloftinu en í blöndu við aukna rigningu er það gott fyrir tré og runna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Snorri Jakobsson: Fjárfestar hafa flutt sig af hlutabréfamarkaði yfir á fasteigna- og lóðamarkað

Snorri Jakobsson: Fjárfestar hafa flutt sig af hlutabréfamarkaði yfir á fasteigna- og lóðamarkað
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Baldur um viðtalið umdeilda: „Ef ég hefði sagt eitthvað annað, þá hefði ég sagt ósatt“

Baldur um viðtalið umdeilda: „Ef ég hefði sagt eitthvað annað, þá hefði ég sagt ósatt“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben