fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
Eyjan

Eldsneytisverð hefur snarhækkað í Norður-Kóreu á undanförnum dögum

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 26. apríl 2017 07:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Norður-Kóreskir hermenn.

Í lok síðustu viku hækkaði bensínverð í Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu, um 83 prósent. Þetta segja samtök sérfræðinga sem fylgjast með ástandinu í þessu harðlokaða landi. Þessi mikla verðhækkun hefur kynt undir vangaveltum um að Kínverjar séu að herða stefnu sína gagnvart Norður-Kóreu en mörg önnur ríki hafa lengi þrýst á Kínverja að gera það. Forsetar Kína og Bandaríkjanna funduðu í Flórída fyrr í mánuðinum og hafa ræðst við í síma eftir það en Bandaríkjaforseti hefur hvatt Kínverja til að taka upp harðari stefnu gagnvart Norður-Kóreu.

BBC segir að samkvæmt frétt NK News þá hafi hækkunin á eldsneytisverði verið jafnmikil á bensíni og díselolíu og hafi orðið vegna orðróms um að Kínverjar séu að íhuga að hætta sölu á hráolíu til Norður-Kóreu.

Útlendingar í Pyongyang veittu því eftirtekt að bíleigendur streymdu á bensínstöðvar til að fylla eldsneytistanka bíla sinna. Bensínstöðvar byrjuðu að skammta bensín og sumar lokuðu jafnvel alveg. Á einni bensínstöð fengu aðeins bílar diplómata og alþjóðlegra samtaka bensín eftir því sem AP segir. Einnig voru raðir á bensínstöðvum mun lengri en venjulega og verðið hærra.

Í viðræðum Donald Trump, Bandaríkjaforseta, og Xi Jinping, forseta Kína, voru málefni Norður-Kóreu rædd en Trump hefur verið harðorður í garð Norður-Kóreu undanfarið. Hann hefur meðal annars sagt að Kínverjar verði að gera meira í málum Norður-Kóreu til að hafa hemil á vopnaskaki stjórnvalda þar í landi. Hann hefur meðal annars sagt á Twitter að Kínverjar muni eiga betri viðskipti við Bandaríkin ef þeir hafa hemil á Norður-Kóreu.

Kínverjar virðast hafa áhyggjur af að stríð sé við það að brjótast út í bakgarði þeirra en þeir gætu varla setið aðgerðarlausir hjá ef til átaka kemur. Af þeim sökum er ekki útilokað að Kínverjar séu að skrúfa fyrir olíustreymið til nágranna sinna í Norður-Kóreu. En það er heldur ekki hægt að útiloka að þeir sárafáu, sem eiga bíla í Norður-Kóreu, hafi fyllst ótta um að Kínverjar ætli að skrúfa fyrir olíuflæðið og hafi ákveðið að birgja sig upp af þeim sökum. Einnig getur verið að herinn hafi beðið um meira eldsneyti eða að eitthvað hafi farið úrskeiðis í dreifingu eldsneytis.

En hver sem orsökin er þá sýnir þetta hversu mikil áhrif og jafnvel völd Kína getur haft yfir Norður-Kóreu.

Hins vegar er óvíst hvaða áhrif það mun hafa á stjórnvöld í Norður-Kóreu ef Kínverjar loka alveg fyrir streymi hráolíu til landsins. Einræðisstjórnin hefur margoft sýnt að hún er algjörlega óútreiknanleg og hefur hún meðal annars haft í hótunum við Kínverja og sagt að þeir muni gjalda þess ef þeir taka þátt í viðskiptabanni gegn landinu. Talið er að olíubirgðir til þriggja mánaða séu til í Norður-Kóreu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Að staðsetja Sjálfstæðisflokkinn

Björn Jón skrifar: Að staðsetja Sjálfstæðisflokkinn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Svona gerir maður ekki

Orðið á götunni: Svona gerir maður ekki
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Mogginn vill leiðrétta mannréttindabrot en bara „hóflega“

Svarthöfði skrifar: Mogginn vill leiðrétta mannréttindabrot en bara „hóflega“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sorg þeirra er okkar sorg

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sorg þeirra er okkar sorg