fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Eyjan

Gunnar: Ég var rekinn úr Framsóknarflokknum – Aftur

Ari Brynjólfsson
Mánudaginn 24. apríl 2017 09:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Kristinn Þórðarson. Samsett mynd/DV

„Mér hefur verið tjáð að ástæðan fyrir því að ég fæ ekki lengur fréttabréf Framsóknarflokksins sé sú að mér hafi verið sparkað úr flokknum. Er það í annað skiptið sem það gerist, og gerðist það í fyrra skiptið eftir flokksþingið þegar ég skoraði á Sigmund Davíð að fara í sérframboð. Nú þegar ég hef ítrekað áskorunina er mér, samkvæmt efninu, sparkað úr flokknum aftur.“

Þetta segir Gunnar Kristinn Þórðarson stjórnsýslufræðingur á Fésbókarsíðu sinni. Gunnar Kristinn talað fyrir því að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þingmaður og fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins yfirgefi flokkinn og stofni nýjan flokk. Segir Gunnar Kristinn að hann sé alls ekki einn á þeirri skoðun, fjölmörgum Framsóknarmönnum sé misboðið hvernig ástandið sé í flokknum.

Sjá frétt: Framsóknarmenn vilja að Sigmundur Davíð stofni nýjan flokk

Þessi hugmynd hefur verið rædd meðal flokksmanna og hefur Gunnar Bragi Sveinsson oddviti flokksins í Norðvesturkjördæmi verið spurður hvort hann tengist slíkum hugmyndum. Sagði Gunnar Bragi að tengdist ekki slíkum hugmyndum, en þær kæmu ekki á óvart.

Sjá frétt: Framsóknarflokkurinn á vondum stað – Hugmyndir um nýjan flokk koma ekki á óvart

Gunnar Kristinn segir að honum hafi aftur verið vikið úr flokknum eftir að hann ítrekaði áskorun sína nýverið:

Nú þegar ég hef ítrekað áskorunina er mér, samkvæmt efninu, sparkað úr flokknum aftur. Liggur þá ljóst fyrir að flokkselítan í Ólafsstofu (skrifstofu Framsóknarflokksins að Hverfisgötu) fer jafn frjálslega með flokksskrána og kjörskrána á flokksþingum.
Það hefur þó legið fyrir að ég ætla að vera áfram í flokknum ef Sigmundur stofnar ekki nýjan flokk til að bjarga þeim gildum sem hann var stofnaður til fyrir hundrað árum. Að henda fólki út af flokksskrá gengur gegn reglum félagsins, en það truflar ekki skósveina fjárplógsmanna. Reikna með að þetta fari sína leið innan flokksins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Skotin ganga á víxl á Alþingi – Stjórnarandstaðan móðguð út í Ingu og Kristrúnu

Skotin ganga á víxl á Alþingi – Stjórnarandstaðan móðguð út í Ingu og Kristrúnu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorbjörg Sigríður: Frumskylda ríkisins að tryggja öryggi fólks – alþjóðlegt samstarf lykillinn að árangri

Þorbjörg Sigríður: Frumskylda ríkisins að tryggja öryggi fólks – alþjóðlegt samstarf lykillinn að árangri
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segist ekki trúa því að stjórnarandstaðan ætli með málþófi að hindra gríðarlega réttarbót fyrir fatlað fólk á Íslandi

Segist ekki trúa því að stjórnarandstaðan ætli með málþófi að hindra gríðarlega réttarbót fyrir fatlað fólk á Íslandi