fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Eyjan

Sif: Má ég þá biðja um fleiri kunnáttulausa ráðherra sem „finnst“

Ari Brynjólfsson
Laugardaginn 22. apríl 2017 15:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björt Ólafsdóttir umhverfis- og auðlindaráðherra.

Sif Sigmarsdóttir pistlahöfundur Fréttablaðsins kemur Björt Ólafsdóttur umhverfis- og auðlindaráðherra til varnar í helgarblaði Fréttablaðsins í dag og biður hún um fleiri kunnáttulausa ráðherra sem „finnst“. Tekur hún nýlegt dæmi frá Bretlandi þar sem Sadiq Khan borgarstjóri Lundúna lýsti því yfir í byrjun mánaðarins að hann hygðist grípa til aðgerða til að minnka loftmengun í borginni, til dæmis með því að sekta þá sem keyrðu á díselbílum um miðborgina. Colin Stanbridge framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Lundúna hafði miklar áhyggjur af kostnaðinum sem legðist á fyrirtæki en Khan lét sér fátt um finnast og biðlaði til ríkisstjórnarinnar. Svar Theresu May forsætisráðherra landsins birtist í fyrirsögnum blaðanna þar sem hún lofaði að stöðva árás á eigendur dísilbifreiða:

Sif Sigmarsdóttir. Mynd/DV

„En hingað heim. Allt ætlaði um koll að keyra í vikunni vegna frétta af kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík. Verksmiðjan var gangsett fyrir rúmum fimm mánuðum og hefur starfsemin gengið brösuglega. Súra brunalykt lagði yfir Reykjanesbæ þegar verksmiðjan var tekin í gagnið. Íbúar í nágrenni við hana kvarta undan sviða í augum og hálsi, ertingu í lungum, hausverk, ógleði og kláða í andliti. Eldur kom svo upp á þremur hæðum verksmiðjunnar á aðfaranótt þriðjudags. En það var ekki þetta sem olli fjaðrafokinu,“

segir Sif, það sem olli fjaðrafokinu voru orð Bjartrar Ólafsdóttur umhverfis- og auðlindaráðherra sem sagði á Fésbók daginn eftir brunann að nú væri nóg komið og það „væri skylda hennar að standa með almenningi í landinu en ekki erlendum stórfyrirtækjum“:

Fyrir þetta var Björt höfð að háði og spotti. Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra, sakaði hana um „virðingarleysi gagnvart lögum og reglum“ er hann vændi hana um að ætla að hunsa stjórnskipunarlög. Karl Th. Birgisson ritstjóri skrifaði: „Björt Ólafsdóttir kann ekki að vera ráðherra. Umhverfisráðherra lýsti því yfir … að Umhverfisstofa [sic] ætti að loka verksmiðju United Silicon … Hvers vegna? Jú, henni fannst það bara.“

Sif segir gott að vita að málsmetandi mönnum sé annt um að leikreglur þeirra séu virtar sem ekki virða leikreglur, það væri hins vegar óskandi að einhver passaði svona vel upp á rétt okkar hinna til að draga andann. Ekki sé allt með felldu í Helguvík, segir Sif:

Ef það er „kunnáttulaus“ ráðherra sem „finnst“ að verksmiðju sem hugsanlega spúir hættulegum eiturefnum út í andrúmsloftið eigi að loka meðan málið er skoðað, má ég þá biðja um fleiri kunnáttulausa ráðherra sem „finnst“. Má ég biðja um ráðherra sem „finnst“, af algjöru þekkingarleysi, mannréttindi að fá að anda. Má ég biðja um ráðherra sem „finnst“, eins og hverjum öðrum óbreyttum aula, að mannslíf séu æðri peningum. Má ég biðja um ráðherra sem „finnst“, eins og Sadiq Khan, fráleitt að grípa ekki til aðgerða sem vernda heilsu fólks. Má ég biðja um ráðherra sem „finnst“, eins og versta viðvaningi, að það sé hlutverk stjórnmálamanna að gæta hagsmuna almennings.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Skotin ganga á víxl á Alþingi – Stjórnarandstaðan móðguð út í Ingu og Kristrúnu

Skotin ganga á víxl á Alþingi – Stjórnarandstaðan móðguð út í Ingu og Kristrúnu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorbjörg Sigríður: Frumskylda ríkisins að tryggja öryggi fólks – alþjóðlegt samstarf lykillinn að árangri

Þorbjörg Sigríður: Frumskylda ríkisins að tryggja öryggi fólks – alþjóðlegt samstarf lykillinn að árangri
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segist ekki trúa því að stjórnarandstaðan ætli með málþófi að hindra gríðarlega réttarbót fyrir fatlað fólk á Íslandi

Segist ekki trúa því að stjórnarandstaðan ætli með málþófi að hindra gríðarlega réttarbót fyrir fatlað fólk á Íslandi