fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
Eyjan

Telur mikla hættu á að stríð brjótist út á Kóreuskaga: Óttast gríðarlegt mannfall

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 14. apríl 2017 21:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kim Jong-un, einræðisherra Norður Kóreu segist tilbúinn í stríð með sínum mönnum og konum. Norskur sérfræðingur í friðarmálum óttast að það verði raunin og spáir gríðarlegu manntjóni. Mynd/EPA

Stein Tønnesson prófessor við norsku Friðarrannsóknastofnunina telur að nú sé mikil hætta á að stórstyrjöld brjótist út á Kóreuskaga. Yrði slík styrjöld að veruleika óttast hann að manntjónið verði geysilegt. Milljónir gætu farist.

Norður-Kórea heldur nú upp á 105 ára fæðingarafmæli Kim Il-sung stofnanda ríkisins. Hann var afi Kim Jong-un núverandi leiðtoga. Áhyggjurnar snúa að því að Kim hinn yngri falli í þá freistni að sprengja tilraunakjarnorkusprengju og/eða skjóta á loft langdrægum eldflaugum til að halda upp á afmæli afa síns og um leið sýna fram á óttalausan mátt ríkis síns og ögra óvinum þess.

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sagt  að þetta verði ekki liðið. Öflug flotadeild sem samanstendur af bandaríska flugmóðurskipinu Carl Vinson, tveimur bandarískum eldflaugatundurspillum og fjórum japönskum tundurspillum er nú við stendur Norður-Kóreu.

Bandarískir fjölmiðlar hafa fullyrt samkvæmt háttsettum heimildamönnum að Bandaríkjaher undirbúi nú jafnvel fyrirbyggjandi hernaðaraðgerðir gegn Norður-Kóreu. Þær fælust þá í því að gera árásir á skotmörk í Norður-Kóreu til að koma í veg fyrir að frekari kjarnorkutilraunasprengingar eða skot með langdrægum eldflaugum. Stjórnvöld í Norður-Kóreu segjast fyrir sitt leyti hvergi bangin og tilbúin í stríð.

Ég tel mikla hættu á stríði. Það er ástæða til að hafa þungar áhyggjur. En þetta er þó kannski ekki líklegasta niðurstaðan vegna þess hve afleiðingarnar yrðu hrikalegar,

segir Stein Tønnesson í kvöld í samtali við norska dagblaðið Verdens Gang. Tønnesson er prófessor við norsku Friðarrannsóknastofnunina (PRIO) er einn helsti sérfræðingur heims í átökum Suðaustur-Asíu.

Tønnesson segir að þróun mála síðustu daga við Kóreuskaga hefði orðið með þeim hætti sem við höfum séð, óháð því hver hefði valist til að gegna forsetaembætti í Bandaríkunum. Hann vísar til þess að Hillary Clinton og ráðgjafar hennar hafi verið búin undir að láta sverfa til stáls gegn Norður-Kóreu.

Ástæða þessa er sú að talið er að Norður-Kórea sé í þann veginn að öðlast getu til að senda langdrægar eldflaugar yfir Kyrrahafið, og það verði hægt að útbúa þær með kjarnaoddum. Bandaríkin eru mjög upptekin af því að koma í veg fyrir þetta.

Eitt af helstu áherslum í öryggismálum Bandaríkjanna sé að stöðva kjarnorkuáætlun Norður-Kóreu:

Höfuðáætlunin er sú að telja Kína á að beita Norður-Kóreu þrýstingi en landið er efnahagslega háð Kína. Bandaríkin, Kína, Rússland og fleiri land hafa greitt ályktunum innan Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna atkvæði þar sem þess er krafist að kjarnorkuáætlun [Norður-Kóreu] verði stöðvuð. En Kína hefur farið all varfærnislega fram í sínum aðgerðum.

Kínversk stjórnvöld vara nú við því að deiluaðilar gæti að því að gera nú ekkert sem gæti leitt til þess að málin fari úr böndunum.

Við hvetjum báða aðila til þess að koma ekki með frekari ögranir eða hótanir, hvort heldur er með orðum eða aðgerðum, og ekki þrýsta málum fram þannig að staðan komist á þann punkt að ekki verði aftur snúið og þróunin verði stjórnlaus…Brjótist út styrjöld þá munu deiluaðilar þurfa standa ábyrgir gerða sinna fyrir dómi sögunnar og greiða það verð sem hlýst af slíku,

segir Wang Yi utanríkisráðherra Kína við kínversku Xinhua-fréttastofuna.

Sjá einnig frétt Eyjunnar frá í gær: Spennan magnast: Sprengir Norður-Kórea kjarnorkusprengju um páskahelgina?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvað ætti forseti að gera?

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvað ætti forseti að gera?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Vilja gera Snæfellsjökul að forseta Íslands

Vilja gera Snæfellsjökul að forseta Íslands
Eyjan
Fyrir 1 viku

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður