fbpx
Mánudagur 22.september 2025
Eyjan

Svíar ætla að vísa 12 þúsund ólöglegum hælisleitendum úr landi

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 11. apríl 2017 16:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sænsk stjórnvöld hyggjast nú í kjölfar hryðjuverksins í Stokkhólmi á föstudag beita meiri hörku til að senda ólöglega hælisleitendur úr landi. Mynd/EPA

Sænsk stjórnvöld ætla nú að gera gangskör að því að leita uppi og vísa úr landi 12 þúsund hælisleitendum sem dvelja þar í landi. Þetta er fólk sem hefur fengið neitun frá stjórnvöldum um hælisvist í Svíþjóð. Fólkið ætti að vera farið úr landi en stjórnvöld ekki náð til þess eftir að hælisumsókn var hafnað.

Karlmaðurinn frá Úsbekistan sem hefur viðurkennt að hafa ekið bílnum sem notaður var í hryðjuverkaárásinni í Stokkhólmi á föstudag var hópi þeirra sem hefur verið neitað um hæli í Svíþjóð. Það gerðist á síðasta ári. Yfirvöld töldu sögu hins 39 ára gamla Rakhmat Akilov um að hann væri ofsóttur af stjórnvöldum í Úsbekistan ekki trúverðuga. Þar með fékk hann ekki stöðu flóttamanns.

Hann hafði fengið fjögurra vikna frest til að yfirgefa landið. Þegar hann gerði það ekki leitaði sænska lögreglan hann uppi en greip í tómt þar sem maðurinn hafði skipt um aðsetur án þess að tilkynna hvert hann hefði flutt. Við það var látið sitja, maðurinn bjó áfram ólöglega í landinu.

Sænsk stjórnvöld telja að um 12 þúsund hælisleitendur sem eru í sömu stöðu séu nú í Svíþjóð. Nú hefur Anders Ygeman innanríkisráðherra lýst því yfir að farið verði í átak til að leita þetta fólk uppi og vísa því úr landi.

Það segir sig sjálft að sá skal snúa til baka sem hefur ekki grundvöll til hælis eða þörf fyrir vernd,

segir hann við Aftenposten. Nú fær lögreglan aukið fjármagn til að fylgja eftir úrskurðum um höfnun á hælisumsóknum og farið verður í að leita að fólki, það handsamað og sent úr landi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Lilju berst stuðningur úr óvæntri átt – hefnd og sögulegar sættir?

Orðið á götunni: Lilju berst stuðningur úr óvæntri átt – hefnd og sögulegar sættir?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Andri Sævar og Svava ráðin til Daga hf.

Andri Sævar og Svava ráðin til Daga hf.
Eyjan
Fyrir 1 viku

„Fram til þessa hafa engar kynstaðfestandi skurðaðgerðir farið fram hjá skjólstæðingum barna- og unglingageðdeildar undir 18 ára aldri“

„Fram til þessa hafa engar kynstaðfestandi skurðaðgerðir farið fram hjá skjólstæðingum barna- og unglingageðdeildar undir 18 ára aldri“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Blús á brautarpalli

Óttar Guðmundsson skrifar: Blús á brautarpalli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Guðrún Hafsteinsdóttir veit ekki í hvorn fótinn hún á að stíga – seldi hún sannfæringuna fyrir völd?

Orðið á götunni: Guðrún Hafsteinsdóttir veit ekki í hvorn fótinn hún á að stíga – seldi hún sannfæringuna fyrir völd?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framkvæmdastjóri N1: Látum breytingar koma hratt fram í verðinu – bæði til lækkunar og hækkunar

Framkvæmdastjóri N1: Látum breytingar koma hratt fram í verðinu – bæði til lækkunar og hækkunar