fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Eyjan

Páll Valur er hættur í Bjartri framtíð – Óánægður með samstarfið við Viðreisn

Ari Brynjólfsson
Mánudaginn 10. apríl 2017 14:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Páll Valur Björnsson, fv þingmaður Bjartrar framtíðar.

Páll Valur Björnsson fyrrverandi þingmaður Bjartrar framtíðar er hættur í flokknum vegna óánægju með náið samstarf flokksins við Viðreisn. Páll Valur tilkynnti ákvörðun sína fyrir flokksmönnum í gær. Vefsíðan Miðjan greinir frá því að nokkuð sé um óánægju með stjórnarsamstarfið innan Bjartrar framtíðar en Páll Valur er sá fyrsti sem segir sig úr flokknum vegna stjórnarsamstarfsins.

Páli Val þykir að flokkurinn hafi gefið of mikið eftir varðandi auðlindir, í Evrópumálum og hvað varðar börn. Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp sem á að bæta stöðu bágstaddra barna, sambærilegt frumvarpi sem Páll Valur flutti á síðasta kjörtímabili, en nú hyggst Björt framtíð ekki styðja frumvarpið, mun það hafa haft áhrif á ákvörðun hans að hætta í flokknum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól
Eyjan
Fyrir 1 viku

Safna undirskriftum til að skora á Alþingsmenn að stöðva málþófið

Safna undirskriftum til að skora á Alþingsmenn að stöðva málþófið