fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Eyjan

Forsíða Fréttablaðsins vekur hörð viðbrögð: „Bankanum þínum er sama um þig“

Ari Brynjólfsson
Mánudaginn 10. apríl 2017 10:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikael Torfason. Samsett mynd: DV/Sigtryggur Ari

„4 af hverjum 10 milli tvítugs og þrítugs hafa ekki efni á að flytja að heiman. Það vantar 20 þúsund íbúðir. Tvö ný Breiðholt. Og bankinn sendir þér þau skilaboð að ÞÚ sért vandamálið. Þið sem eruð að drukkna á leigumarkaði, að bugast undan okurleigu, eruð bara ekki með nógu gott plan. Þetta er nýfrjálshyggjan.“

Þetta sagði Mikael Torfason rithöfundur og höfundur þáttanna Fátækt fólk á Rás 1 á Fésbókarsíðu sinni í morgun og hafa margir tekið undir með honum. Tilefnið er auglýsing Íslandsbanka á forsíðu- og baksíðu Fréttablaðsins í dag, sem er beint til ungs fólks í húsnæðisleit og segir Ekki gefast upp. Það er hægt. Gerum plan saman strax í dag. Mikael segir að þetta sendi þau skilaboð að það sé ekkert að fasteignamarkaði, heldur sé eitthvað að þeim sem séu í húsnæðisleit:

 Við eigum ekki að horfa til samtakamáttarins og hvernig við getum búið til réttlátara samfélag saman. Nei, nýfrjálshyggjan vill að hver og einn sjái um sig og að við sláumst um brauðmolana. Það er ekkert að á fasteignamarkaði, segir Íslandsbanki, það er eitthvað að ÞÉR.

Gunnar Smári Egilsson fyrrverandi útgefandi og ritstjóri Fréttatímans segir í athugasemd við færslu Mikaels að hann sé með áætlun:

Við tökum höndum saman og náum völdum. Umbyltum bönkunum, minnkum þá og látum þá þjóna almenningi og hætta að níðast á honum. Og setjum í gang húsnæðisstefnu ríkis og sveitarfélaga sem tryggir öllum öruggt og ódýrt húsnæði, byrjum á þeim sem eru í mestum vanda en ekki þeim sem eiga mestan pening.

Andrés Jónsson almannatengill hjá Góð samskipti. Mynd/DV

Besta sem Andrés hefur séð lengi

Andrés Jónsson almannatengill segir inni í Fésbókarhópnum Markaðsnördar að hann sé sammála Gunnari Smára að því leyti að markaðurinn sé ekki einfær um að leysa húsnæðismálin. Að öðru leyti sé auglýsingaherferð Íslandsbanka sé það besta sem hann hafi séð lengi:

„Loksins fatta þau að svona verða fyrirtæki að fara að tala. Skilaboðin verða að eiga erindi við okkur til að ná í gegn. Þau mega ekki heldur vera pökkuð inn í eitthvað gagnslaust hjal um eigið ágæti fyrirtækisins. Vonandi taka þau þetta alla leið,“

segir Andrés.

Stefán Pálsson sagnfræðingur rifjaði upp skilaboð sem hann telur að eigi vel við í dag:

„Bankanum þínum er sama um þig“ – stóð á límmiðunum sem Siggi pönk lét prenta fyrir svona áratug og rataði víða á hraðbanka. Þetta þóttu mjög hneykslanleg skilaboð og vandalismi. Það hefði nú samt alveg mátt smella einum svona miða utan á Fréttablaðið í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól
Eyjan
Fyrir 1 viku

Safna undirskriftum til að skora á Alþingsmenn að stöðva málþófið

Safna undirskriftum til að skora á Alþingsmenn að stöðva málþófið