fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
Eyjan

Hryllingurinn í Stokkhólmi: Myndband sem sýnir hvernig fólk bjargaði lífum sínum

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 7. apríl 2017 18:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fólk á bókstaflega fótum sínum fjör að launa og bjargar lífum sínum með því að kasta sér inn um dyr verslunarinnar. Sjáskot úr myndbandinu.

Sænska blaðið Expressen hefur birst myndbandsupptöku af inngangi verslunar í Drottninggatan í miðborg Stokkhólms. Upptakan er frá hryðjuverkaárásinni sem gerð var þar um hádegisbil í dag að íslenskum tíma.

Á myndbandinu í byrjun má sjá friðsæla og fjölfarna göngugötu í höfuðborg Svíþjóðar á föstudags síðdegi. Fólk nýtur þess að rölta um á meðan aðrir eru að flýta sér.

Skyndilega gerist eitthvað. Fólk byrjar að hlaupa.

Svo má sjá hvernig fólk kemur skyndilega og nánast kastar sér inn um dyr verslunarinnar.

Augnabiki síðar æðir flutningabíllinn hjá á ofsahraða.

Smellið hér til að sjá myndbandið á vef Expressen.

Síðustu fréttir:

Nú hefur verið staðfest að fjórir létust í árásinni eftir að ein manneskja andaðist á sjúkrahúsi nú síðdegis. Aftonbladet greinir frá því að fimmtán manns eru slösuð, þar af níu alvarlega. Tvö börn eru meðal hinna slösuðu og er annað þeirra þungt haldið. Sænska lögreglan hefur staðfest að hafa handtekið einn mann í Märsta-úthverfinu í Stokkhólmi sem grunaður er um aðild að hryðjuverkinu. Hann mun meiddur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól
Eyjan
Fyrir 1 viku

Safna undirskriftum til að skora á Alþingsmenn að stöðva málþófið

Safna undirskriftum til að skora á Alþingsmenn að stöðva málþófið