fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Eyjan

Oddný G. Harðardóttir: Skerðingar eru ekki hvetjandi fyrir eldri borgara til atvinnuþátttöku

Ritstjórn Eyjunnar
Sunnudaginn 9. apríl 2017 20:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Oddný G. Harðardóttir, þingkona Samfylkingarinnar.

Reykjanes sendi þingmönnum þrjár spurningar og bað þá um svör. Þingmenn í Suðurkjördæmi eru 10. Athyglisvert að sumir svara ekki. Hér koma svör Oddnýjar G. Harðardóttur þingmanns Samfylkingar.

Fyrir liggur að ekkert auka fjármagn verður sett í lagfæringar á Reykjanesbraut eða Grindavíkurveg á þessu ári.Fleiri vegi á Suðurnesjum þarfnast mikilla endurbóta. Er hægt að sætta sig við að þessi fjölfarnasti ferðammastaður landsins þurfi áfram að bíða?

Nei – það er auðvitað ekki hægt að sætta sig við það. Við þingmenn Suðurkjördæmis hljótum að beita okkur fyrir bæði tvöföldun Reykjanesbrautar og lagfæringu á Grindavíkurvegi. Ég minni á að ríkisstjórnin hefur aðeins eins manns meiri hluta en fimm stjórnarþingmenn úr Suðurkjördæmi.

Misserum saman hefur verið rætt um að innheimta gjald af þeim mikla fjölda erlendra ferðamanna sem kemur til landsins til að standa undir hluta kostnaðar við uppbyggingu vegakerfis og aðstöðu á fjölförnum ferðamannastöðum. Rætt hefur verið um ferðamannapassa, vegatolla, hækkun á gistináttaskatti, komugjöld o.fl. en ekkert gerist.

Hvaða leið vilt þú fara?

Mér líst vel á þá leið sem ríkisstjórnin ætlar að fara samkvæmt fjármálaáætlun sem kynnt var 31. mars, um að hætta að veita ferðamönnum afslátt frá almennum virðisaukaskatti af gistingu og afþreyingu. Samfylkingin var reyndar eini flokkurinn sem lagði áherslu á þetta fyrir síðustu kosningar og á öllum þeim kosningafundum sem ég var á með frambjóðendum stjórnarflokkanna minntist enginn þeirra á að þetta væri það sem þeir ætluðu að gera ef þeir kæmust til valda heldur þvert á móti. Það er því ekki að undra að ferðaþjónustunni komi þessi áform á óvart. Í því fjárlagafrumvarpi sem ég bar ábyrgð á fyrir árið 2013 var þetta lagt til en sjálfstæðisflokkurinn var harður á móti og fyrrverandi ferðamálaráðherra kallaði tillöguna Oddnýjarskatt. Reyndar voru betri skilyrði árið 2013 til að gera þessar breytingar en nú en það er samt aldrei hægt að mæla með því að ein stærsta atvinnugreinin sé á hæstu skattastyrkjunum. Ég styð því ríkisstjórnina í þessu.

Eldri borgarar eru hvattir til þátttöku í atvinnulífinu t.d. með því að taka að sér hlutastarf. Á sama tíma eru frítekjumörk sett í 25. Þúsund krónur á mánuði. Eftir það verður 45% skerðing á greiðslum frá TR, þannig að viðkomandi heldur eftir skatta aðeins um 30% launanna.

Er þetta ásættanlegt?

Breytingarnar sem gerðar voru á lögum um almannatryggingar í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks á síðasta kjörtímabili gengu út á það m.a. að hækka þann hluta lífeyrisins sem skerðist krónu á móti krónu. Frítekjumarkið er of lágt og það gefur auga leið að skerðingarnar eru ekki hvetjandi fyrir eldri borgara til atvinnuþátttöku og þessi viðmið þarfnast endurskoðunar.

Greinin birtist fyrst í Reykjanesi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól
Eyjan
Fyrir 1 viku

Safna undirskriftum til að skora á Alþingsmenn að stöðva málþófið

Safna undirskriftum til að skora á Alþingsmenn að stöðva málþófið