fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
Eyjan

Ragnar Önundarson: Ríkið leysi til sín eignarhluti í bönkunum

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 6. apríl 2017 17:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnar, Katrín og Lilja Dögg í myndveri ÍNN.

Ragnar Önundarson fyrrum bankastjóri og bankamaður til rúmlega þriggja áratuga varar mjög sterklega við því að vogunarsjóðir eignist hluta í bönkum á Íslandi. Með því sé verið að kasta fólki fyrir úlfa. Hann segir að fákeppni sé alltof mikil á fjármálamarkaði. Ragnar vill að ríkið leysi til sín hluta í Landsbanka, Glitni og Kaupþingi og endurskipuleggi bankakerfið í framhaldi af því.

Þetta er meðal þess sem fram kom í viðtali sem alþingiskonurnar Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna og Lilja Dögg Alfreðsdóttir varaformaður Framsóknarflokksins áttu við Ragnar í þættinum Skuggaráðuneytið sem frumsýndur var á sjónvarpsstöðinni ÍNN í gærkvöldi.

Það er alger fákeppni á þessu sviði [fjármála] og hefur farið mjög vaxandi eins og á svo mörgum öðrum sviðum í viðskiptalífinu. Þetta eru stóru vonbrigði EES-tímabilsins. Við undirgengumst reglur sem eru miðaðar við stóra markaði og treystum því að það gerði okkur gott, en á öllum sviðum og með góðfúslegu leyfi samkeppnisyfirvalda hverju sinni og með skilyrðum, þá hefur fákeppni vaxið. Alltaf réttlætt með sparnaði en hin raunverulegi ávinningur er betri stjórn verðlags. Þeir sem eiga í fákeppnisfyrirtækjunum í stórum greinum, þeir eru gulltryggir með góða ávöxtun í dag.

Ragnar sagði að bankarnir væru ekki undaskildir frá þessu. Ástandið batnaði ekki með tilkomu svokallaðra vogunarsjóða að eignarhaldi bankanna.

Ragnar Önundarson hefur uppi ákveðin varnaðarorð gegn því að vogunarsjóðum sé hleypt að eignaraðild bankanna.

Vogunarsjóðir sem að fara um heiminn eins og eldur í sinu og reyna að hesthúsa gróða á sem skemmstum tíma og eru síðan farnir. Ef menn halda það að þeir geti verið kjölfestufjárfestar? Það er alveg fráleitt. Þetta eru þeir sem hvolfa skipinu, ekki þeir sem leggja til kjölfestu…Hinir endanlegu fjárfestar í vogunarsjóðum ráða engu um þá. Þeir sem stjórna þeim þeir eru á bónusum og öllu því og hesthúsa gróðann og eru fullkomlega óábyrgir. Ef einhverjir eiga skilið nafnið „hrægammar“ þá eru það þeir.

Ragnar telur að Íslendingar standi nú frammi fyrir eintsöku tækifæri til að snúa ofan af fákeppninni á fjármálamarkaði.

Katrín Jakobsdóttir og Lilja Dögg Alfreðsdóttir sitja báðar í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis.

Ríkið á að leysa til sín alla eignarhluti í þessum þremur stóru bönkum. Allt saman. Síðan eigum við að líta á þessa þrjá banka sem viðfangsefni og kanna þá faglega. Út úr því gæti komið til dæmis, að það yrðu teknar eignir og skuldir út úr þeim og sett inn í sparisjóði, annað hvort nýja eða þá sem fyrir eru, þeir eru víst til fjórir…Þeir gætu verið landshlutatengdir og starfað líka á höfuðborgarsvæðinu því þar er svo stór hluti mannfjöldans. Þeir myndu þá vera sjálfseignastofnanir með tilnefningu í stjórn af hálfu hins opinbera, það eru þá sveitarfélög og slíkt. Þetta yrðu raunverulegir samfélagsbankar, þessir sparisjóðir…Setjum í gang skoðun, verum tilbúin að hluta sundur þessa eign ríkisins og koma á aftur einhverri samkeppni hér og þjónustusjónarmiðum. Það er síðan held ég nauðsynlegt að lífeyrissjóðir verði kjölfestufjárfestar í bönkum.

Bankastjórinn fyrrverandi telur bráðnauðsynlegt að fara í uppstokkun með samkeppni fyrir augum.

Það verður ekki samkeppni með því að selja þetta eins og þetta er. Það er ákveðin skuldbinding í því, um að breyta því ekki, og þar með er búið að henda öllum lömbunum fyrir úlfana. Það vil ég ekki gera.

Hér fyrir neðan má sjá þær Skuggaráðuneytisstöllur Katrínu og Lilju spjalla við Ragnar Önundarson: 

https://vimeo.com/211650321

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól
Eyjan
Fyrir 1 viku

Safna undirskriftum til að skora á Alþingsmenn að stöðva málþófið

Safna undirskriftum til að skora á Alþingsmenn að stöðva málþófið