fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
Eyjan

Framsóknarmenn vilja að Sigmundur Davíð stofni nýjan flokk

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 6. apríl 2017 11:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigmundur Davíð og Anna Sigurlaug eiginkona hans þegar úrslit formannskjörs á flokksþingi voru ljós. Mynd: DV/Sigtryggur Ari

Væringar og óróleiki virðist innan raða Framsóknarflokksins ef marka má viðtal í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Þar var rætt við Gunnar Kristinn Þórðarson stjórnsýslufræðing og félaga í Framsóknarflokknum. Hann sagðist einn þeirra sem vilja nú eindregið að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fyrrum formaður og forsætisráðherra yfirgefi Framsóknarflokkinn og stofni nýjan flokk. Gunnar sagðist hafa ljáð máls á þessari hugmynd eftir að hann sat síðasta flokksþing Framsóknar. Þar var Sigmundur felldur úr sæti formanns en við tók Sigurður Ingi Jóhannsson sem áður hafði tekið sæti forsætisráðherra eftir Sigmund.

Það er ekki eins og ég sé rödd hrópandi í eyðimörk hvað þetta varðar heldur erum við fjölmargir,

sagði Gunnar Kristinn í þættinum. Hann bætti svo við:

Gunnar Kristinn Þórðarson stjórnsýslufræðingur og félagi í Framsóknarflokknum.

Framsóknarmenn sem er misboðið hvernig ástandið er í flokknum. Hvernig farið hefur með málin og hvernig þetta flokksþing var framkvæmt. Margt hefur komið í ljós síðan þá og öllum er ljóst í flokknum að þeir sem stóðu að baki því að koma Sigmundi frá, það er flokkseigendafélagið, það er klíkan. Ef við setjum það í samhengi og kontrat við það sem að rannsóknarnefnd Alþingis kom fram með um einkavæðingu Búnaðarbankans, þá sjáum við þetta í ákveðnu samhengi við flokkseigendafélagið sem að stóð að baki einkavæðingunni. Það var búið aðsigla flokknum í strand áður en Sigmundur kom til skjalanna og reisti flokkinn við. Og það kemur svo aftur upp og fellir hann á flokksþingi með undarlegum brögðum og síðan stefnir hraðbyri í það að þeir eru að fara að sigla flokknum í strand aftur.

Spurður að því hvað hann ætti við með því að tala um flokkseigendafélag svaraði Guðmundur:

Það eru svona þessi klíka…Þið sjáið hvernig þetta var, umfjöllunin um einkavæðingu Búnaðarbankans, að þar kemur kaupfélagsstjórinn Þórólfur og Valgerður og Finnur og einstaklingar, persónur og leikendur og fleiri náttúrulega sem tilheyra þessu flokkseigendafélagi sem var náttúrulega ekkert alltof hrifið af því að Sigmundur varð formaður sem kom svona nánast af götunni og bjó til þennan trúverðugleika að hann varði íslenska hagsmuni gagnvart erlendum fjármálaöflum. Við sjáum það núna líka hvernig þetta fór allt saman með Búnaðarbankann að Framsóknarmenn held ég munu ekkert sætta sig við það. Að það sé hægt að halda þeim trúverðugleika áfram með það óútkljáð.

Gunnar sagði að Sigmundur Davíð hafi gríðarlegt persónufylgi.

Við sáum það í kosningunum að það fylgi fór til Sjálfstæðisflokksins. Hann hefur sótt svolítið frá hægri, hægra megin við miðju, og hann er náttúrulega – persónufylgi hans er ennþá innan Framsóknar og sækir hægra megin í stjórnmálin. Ég er alveg viss um það að hann á mjög mikið fylgi ef hann ákveður að kljúfa sig frá flokknum. Ég vil þó taka það fram að þetta er ekki ákall um það að koma samvinnuhugsjóninni fyrir kattarnef, heldur þveröfugt, að bjarga henni.

Að þessu sögðu sagði Gunnar ákveðið að Sigmundur væri ótvíræður leiðtogi.

Gunnar Kristinn segir að Sigmundur Davíð sé sá sem leiði stjórnarandstöðuna á þingi nú um stundir.

Það er hann sem er að leiða stjórnarandstöðuna. Þið takið eftir því að það er hann sem að leiða gagnrýni á meirihlutann og ríkisstjórnina og við heyrum ekki múkk í formanninum [Sigurði Inga Jóhannssyni]. Hann er bara að fletta blöðum einhvers staðar. Þannig að það er bara hann [Sigmundur Davíð] sem er leiðtogi í stjórnmálunum sem veldur því að það heyrist svona mikið í honum. Og það er líka það náttúrulega að þetta var hans stefna og hún var að spara þjóðarbúinu tugi milljarða ef ekki hundraði. Menn sjá það líka núna að það sem hann er að leggja til skiptir ótvíræðu máli varðandi efnahagslega þróun á landinu og möguleika okkar til að koma á velferðakerfi, byggja spítala og svo framvegis.

Gunnar sagðist ekki vera einn á báti í því að hvetja til þess að Sigmundur stofnaði nýjan flokk. Hann ætti sér skoðanabræður.

Sigurður Ingi Jóhannsson núverandi formaður Framsóknarflokksins.

Ég er nú ekki að tala fyrir þá en við komum saman og drekkum kaffi og tölum saman um þetta. Það er stór hópur innan Framsóknar. Þetta er hópurinn sem að var á flokksþinginu og fékk ekki að kjósa Sigmund jafnvel. Flokksmenn til áratuga. Mjög tryggir einstaklingar sem eru búnir að vera virkir í Framsóknarflokknum alla tíð. Mönnum er misboðið. Menn sjá það að dæmið gengur ekki upp. Flokkurinn er klofinn og menn vilja hvetja Sigmund til þess að taka ákvarðanir til þess að bjarga samvinnuhugsjóninni.

Nú væri komið að vatnaskilum.

Ég myndi vilja sjá Sigmund stofna flokk á fæðingarstað samvinnuhugsjónarinnar á Seyðisfirði, bara á vormánuðum og skera á hnútinn. Það vita það allir sem eru að starfa að félagsstarfi í Framsóknarflokknum að þetta gengur ekki lengur. Það verður eitthvað að gerast. Ef ekkert verður gert þá fer Framsóknarflokkurinn sömu leið og Samfylkingin. Ég er alveg viss um það.

Með því að smella hér má heyra viðtalið við Gunnar Kristinn Þórðarson á Bylgjunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Golfhöggið á Hönnu Katrínu geigaði – „Kannski komumst við í fyrramálið“

Golfhöggið á Hönnu Katrínu geigaði – „Kannski komumst við í fyrramálið“
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði: Óhamingjusamur málþófsmaður í prívat hagsmunagæslu

Svarthöfði: Óhamingjusamur málþófsmaður í prívat hagsmunagæslu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Nýtt kaupaukakerfi í Íslandsbanka ofan á 12 prósenta kauphækkun stjórnenda

Orðið á götunni: Nýtt kaupaukakerfi í Íslandsbanka ofan á 12 prósenta kauphækkun stjórnenda