fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
Eyjan

Sigmundur ári eftir afsögnina: „Bara ein hindrun í vinnu sem alltaf var ljóst að yrði erfið“

Ari Brynjólfsson
Miðvikudaginn 5. apríl 2017 14:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Mynd: DV/Sigtryggur Ari

„Sjálfur hafði ég ekki hugsað út í hvaða dagur væri enda er hann mér ekki eins hugleikinn og þeim sem undirbjuggu viðburðinn. Í huga mínum markaði dagurinn enda hvorki endi né upphaf heldur bara eina hindrun í vinnu sem alltaf var ljóst að yrði erfið og myndi kalla á mótspyrnu. Að vísu stóra hindrun en stærstu vonbrigðin komu hins vegar síðar á árinu.“

Þetta segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra á Fésbókarsíðu sinni í dag en í dag er liðið ár frá því að hann sagði af sér sem forsætisráðherra. Segir Sigmundur að undanfarið ár hafi hann fundið meiri stuðning og eignast fleiri vini en nokkurn tímann áður á lífsleiðinni og er hann mjög þakklátur fyrir allar kveðjurnar, símtölin, bréfin og samtölin á förnum vegi og fyrir vinnu þeirra sem hafa óumbeðnir lagt mikið á sig við að leiða fram sannleikann eins og hann orðar það.

Það hefur sannarlega margt komið í ljós undanfarið ár og ég get fullvissað ykkur um að margt á eftir að skýrast enn frekar á næstunni. Þess vegna læt ég það ekki trufla mig þótt þeir sem leikstýrðu atburðarás fyrir ári reyni nú að nota tækifærið til viðhalda gömlu frásögninni þegar allir sem fylgjast með vita betur,

segir Sigmundur og bætir við:

Á undanförnu ári hef ég kynnst mörgum af bestu hliðum íslensks samfélags. Það hefur verið ómetanlegt að upplifa hversu margir hafa séð í gegn um moldviðrið, vilja að rétt sé rétt og eru tilbúnir til að berjast fyrir því.

Fyrir vikið sé hann enn sannfærðari en áður um að það sé hægt að gera grundvallarbreytingar á íslensku samfélagi til hins betra og að hægt sé að halda áfram að ná árangri jafnvel þó það gæti þurft að takast á við voldugustu valdakerfin hér á landi og erlendis:

Ekki einu sinni alþjóða fjármálakerfið getur stoppað okkur. Kærar þakkir til allra þeirra sem hafa hvatt mig til dáða síðast liðið ár. Hvert einasta tilvik hefur skipt mig máli og veitt mér afl til berjast áfram fyrir Ísland. Það ætla ég að gera á meðan ég fæ tækifæri til.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Golfhöggið á Hönnu Katrínu geigaði – „Kannski komumst við í fyrramálið“

Golfhöggið á Hönnu Katrínu geigaði – „Kannski komumst við í fyrramálið“
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði: Óhamingjusamur málþófsmaður í prívat hagsmunagæslu

Svarthöfði: Óhamingjusamur málþófsmaður í prívat hagsmunagæslu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Nýtt kaupaukakerfi í Íslandsbanka ofan á 12 prósenta kauphækkun stjórnenda

Orðið á götunni: Nýtt kaupaukakerfi í Íslandsbanka ofan á 12 prósenta kauphækkun stjórnenda