fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
Eyjan

Tillaga um íbúðabyggð í Geldinganesi felld

Ari Brynjólfsson
Miðvikudaginn 5. apríl 2017 16:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og flugvallarvina lögðu fram tillögu á borgarstjórnarfundi í gær um að hafin yrði uppbygging í Geldinganesi. Var tillagan felld með 9 atkvæðum meirihlutaflokkanna í borgarstjórn, Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Pírata og Vinstri grænna gegn sex atkvæðum Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og flugvallarvina sem greiddu atkvæði með tillögunni.

Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks lagði fram tillöguna, segir hún tillöguna lagði fram vegna neyðarástands á húsnæðismálum sem rekja megi til langvarandi lóðaskorts í borginni.

Einblínt er á að nær öll uppbygging fari fram á dýrum þéttingarreitum sem eru að mestu í eigu fjársterkra aðila, sjóða og banka en ekki í eigu Reykjavíkurborgar,

segir Marta. Í tillögunni var lagt til að við skipu­lagn­ingu íbúðabyggðar á Geld­inga­nesi verði tekið mið af fyrri skipu­lags­hug­mynd­um. Er þar átt við niður­stöðu skipu­lags­sam­keppni sem Reykja­vík­ur­borg efndi til en úr­slit henn­ar voru til­kynnt í apríl árið 1990. Marta segir að þar sem Reykja­vík­ur­borg eigi land í Geld­ing­ar­nesi og hafi borgin því öll tök á því að geta út­hlutað lóðum þar á viðráðan­legu verði:

Mikilvæg forsenda þess að lækka húsnæðiskostnað sé að auka framboð á lóðum í eigu borgarinnar. Úthlutun lóða í Geldinganesi myndi stórauka framboð á byggingarlóðum í Reykjavík á hagstæðu verði og þannig hafa afgerandi, jákvæð áhrif á íbúðar og leigumarkaðinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Golfhöggið á Hönnu Katrínu geigaði – „Kannski komumst við í fyrramálið“

Golfhöggið á Hönnu Katrínu geigaði – „Kannski komumst við í fyrramálið“
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði: Óhamingjusamur málþófsmaður í prívat hagsmunagæslu

Svarthöfði: Óhamingjusamur málþófsmaður í prívat hagsmunagæslu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Nýtt kaupaukakerfi í Íslandsbanka ofan á 12 prósenta kauphækkun stjórnenda

Orðið á götunni: Nýtt kaupaukakerfi í Íslandsbanka ofan á 12 prósenta kauphækkun stjórnenda