fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
Eyjan

Jóhannes Kr. ári eftir Panama-skjölin: Fær enn reiðihróp úti á götu og skammir í síma

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 5. apríl 2017 19:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhannes Kr. Kristjánsson.

Jóhannes Kr. Kristjánsson segir að enn geri æstir stuðningsmenn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar hróp að honum á opinberum vettvangi. Sjálfur tali forsætisráðherrann fyrrverandi um að afhjúpun Wintris-málsins svokallaða hafi verið falsfréttir.

 

Norska dagblaðið Aftenposten, stærsta dagblað Noregs, hefur tekið Jóhannes Kr. Kristjánsson tali.

Tilefni viðtalsins er að nú er ár liðið síðan frægt viðtal við Sigmund Davíð Gunnlaugsson fyrrverandi forsætisráðherra var sýnt í sjónvarpi.

Stilla úr viðtalinu fræga.

Þar með hófst málið um Panama-skjölin svokölluðu. Þremur sólarhringum síðar lá afsögn forsætisráðherra fyrir.

„Viðfangsefni allra sem tóku þátt í þessu verkefni var að sýna sannleikann. Við gerðum það og fólk brást við. Ég tel að meirihluti Íslendinga trúi þeim sögum sem við skrifuðum og fyrrum forsætisráðherra hefur ekki tekist að rífa þessar sögur niður. Allar staðreyndir mála standa enn,“

segir Jóhannes við Aftenposten. Hann segist hafa haft í nægu að snúast á þessu ári sem liðið er.

Þetta hefur verið erilsamt í jákvæðum skilningi. Ég er búinn að ferðast mikið og hef tekið þátt í mörgum blaðamannaráðstefnum. Á sama tíma hef ég unnið að málum sem eru ekki endilega tengd Íslandi. Margir erlendir blaðamenn hafa spurt mig hvort ég vilji taka þátt í þeirra verkefnum.

Aðspurður um það hvernig það hafi verið fyrir hann sjálfan að búa á Íslandi eftir svona mál sem vakti jafn mikla athygli og hafði svo miklar afleiðingar svarar Jóhannes:

Þetta er vitanlega stærsta málið sem ég hef nokkru sinni unnið að. En eftir að hafa unnið sem blaðamaður í næstum 15 ár þar sem ég hef starfað að mörgum stórmálum sem eru vel þekkt á Íslandi þá hefur þetta ekki breytt svo miklu fyrir mig persónulega.

Hefur orðið fyrir aðkasti

Hann segist þó hafa orðið fyrir aðkasti.

„Ég verð var við mikla reiði af hálfu þeirra sem styðja forsætisráðherrann fyrrverandi. Á sama tíma fæ ég mikinn stuðning á opinberum vettvangi og meðal fólks.“

Jóhannes greinir Aftenposten frá því að hann hafi lent í því að fólk öskri á hann í matvörubúðum og að hann hafi fengið símtöl frá fólki sem gagnrýni hann fyrir gagrýninn fréttaflutning hans. Blaðamaður Aftenposten spyr hvernig hann bregðist við þessu?

Ég sýni engin viðbrögð. Ég slít símtalinu kurteislega ef ég get ekki rætt við fólk og ég svara aldrei neinum sem gerir hróp að mér.

Jóhannes segir að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fyrrum forsætisráðherra sé meðal þeirra sem engu hafi gleymt varðandi afhúpanir þær sem Jóhannes og félagar lögðu fram í aflandseyjamálinu. Sigmundur Davíð komi enn með ýmsar fullyrðingar í útvarpi eða sjónvarpi:

Hann hefur gagnrýnt mig og starfsfélaga mína fyrir viðtalið sem við áttum við hann og þessi mál. Nú segir hann að þetta hafi verið falsfréttir [fake news], að þær hafi verið skrifaðar fyrirfram og að George Soros standi á bak við allt saman.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Golfhöggið á Hönnu Katrínu geigaði – „Kannski komumst við í fyrramálið“

Golfhöggið á Hönnu Katrínu geigaði – „Kannski komumst við í fyrramálið“
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði: Óhamingjusamur málþófsmaður í prívat hagsmunagæslu

Svarthöfði: Óhamingjusamur málþófsmaður í prívat hagsmunagæslu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Nýtt kaupaukakerfi í Íslandsbanka ofan á 12 prósenta kauphækkun stjórnenda

Orðið á götunni: Nýtt kaupaukakerfi í Íslandsbanka ofan á 12 prósenta kauphækkun stjórnenda