fbpx
Sunnudagur 21.september 2025
Eyjan

Hvers vegna er Maduro enn við völd í Venesúela?

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 11. maí 2017 18:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nicólas Maduro forseti Venesúela.

Það er óhætt að segja að Nicolás Maduro, forseti Suður-Ameríkuríkisins Venesúela sé óvinsæll. Fjórir af hverjum fimm þegnum hans telja hann ekki starfi sínu vaxinn enda hefur hann stýrt landinu fram yfir bjargbrúnina, landi sem býr yfir fleiri sannreyndum olíubirgðum en Sádí-Arabíu. Þar er nú heimsins dýpsta kreppa og þær 31 milljón manna sem þar búa vita ekki hvað gerist næst. Skortur er á öllum helstu nauðsynjavörum, mat, lyfjum og fleiru. Meðal íbúi landsins hefur lést um 8,6 kíló á liðnu ári vegna skorts á næringu. Verðbólga stefnir í að fara yfir 2000% á næsta ári og gjaldmiðillinn, bolívar sem nefndur er í höfuðið á frelsishetjunni Simon Bolívar er orðinn nánast verðlaus. Hvernig stendur þá á því að Maduro er enn við völd?

Þessari spurningu leitast breska tímaritið Economist við að svara á vefsíðu sinni. Maduro tók við völdum af hinum heillandi og kraftmikla Hugo Chávez sem stýrt hafði Venesúela frá aldamótum nánast sleitulaust fram að andláti sínu árið 2013. Maduro hefur engan af kjörþokka forvera síns en vann sér það helst til frægðar að vera hægri hönd Chávez. Áður starfaði hann meðal annars sem strætisvagnsstjóri.

Eins og flest í sínu lífi á Maduro langlífi sitt í embætti Chávez að þakka. Chavéz rústaði kerfisbundið lýðræðislegum innviðum Venesúela og gerði það að verkum að stjórnkerfið er orðið nánast eins flokks kerfi. Stjórnarandstaðan er fjölmenn en getur lítið gert enda er herinn, hæstiréttur og dómskerfið allt að mis miklu leyti undir ægivaldi forsetans Maduro. Aðeins þingið heldur einn einhverju sjálfstæði en þar er meirihluti stjórnarandstöðunnar eftir kosningarnar í desember 2015.

Frá mótmælum í Caracas, höfuðborg Venesúela. Mynd: EPA.

Ekki það að Maduro hafi látið þingið trufla sig að ráði, hæstiréttur tekur fram fyrir hendur þess þegar forsetinn gefur fyrirskipun um slíkt. Til að mynda stóð til að halda þjóðaratkvæðagreiðslu í fyrra þar sem binda átti enda á valdatíð Maduro en hann fékk kosningaráðið til að grípa inn í og koma í veg fyrir það.

Að sögn Economist leiðir þetta til þess að litlar líkur séu á því að stjórnarskipti verði með friðsamlegum hætti í Venesúela. Stjórnarandstaðan sér enga lausn nema að halda á götur út og mótmæla. Með því vonast stjórnarandstaðan til að sýna Maduro og öðrum ráðamönnum hverja meirihluti landsins styðja í raun og veru. Það veltur þó á einu, hernum. Herinn er að nafninu til hlutlaus en er í raun hluti stjórnkerfis landsins, herforingjar núverandi eða fyrrverandi stýra 11 af 32 ráðuneytum landsins. Auk þess stýra háttsettir aðilar innan hersins dreifingu matvæla og öðrum mikilvægum ríkisfyrirtækjum. Maduro hefur séð til þess að æðstu lög hersins hafa hagnast vel á ófremdarástandinu í landinu og því er ólíklegt að herinn gangi stjórnarandstöðunni á hönd.

Það er þó ekki öll von úti fyrir andstæðinga Maduro. Því verra sem ástandið er því meiri þrýstingur er á Maduro. Það stefnir í að ríkið geti ekki staðið undir fjárhagslegum skuldbindingum sínum við erlenda kröfuhafa og það er minni peningur í ríkiskassanum til að kaupa velvild. Þrátt fyrir hollustu efri laga hersins er kraumandi ólga neðar í goggunarröðinni og það er lítið gagn af stuðningi hersins ef hinn almenni hermaður snýst gegn stjórninni.

Hvað sem verður er eitt víst, hinn almenni borgari Venesúela mun halda áfram að þjást.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Giggs segir upp störfum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Hildur slær á létta strengi eftir atvik í gær – „Ef ég var einhvern tímann að íhuga að kippa lýðveldinu úr sambandi“

Hildur slær á létta strengi eftir atvik í gær – „Ef ég var einhvern tímann að íhuga að kippa lýðveldinu úr sambandi“
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Menningarstríðið er völundarhús

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Menningarstríðið er völundarhús
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framkvæmdastjóri N1: Skortur innviða flöskuháls fyrir rafvæðingu bílaflotans

Framkvæmdastjóri N1: Skortur innviða flöskuháls fyrir rafvæðingu bílaflotans
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þórdís Lóa ætlar ekki að bjóða sig fram í næstu kosningum

Þórdís Lóa ætlar ekki að bjóða sig fram í næstu kosningum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Morfís útspil Sjálfstæðismanna

Orðið á götunni: Morfís útspil Sjálfstæðismanna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Ég er leiðinlegri en betur lesin

Nína Richter skrifar: Ég er leiðinlegri en betur lesin
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ólík viðbrögð við hatri

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ólík viðbrögð við hatri
Eyjan
Fyrir 1 viku

Stefnuræða forsætisráðherra: Biður fólk um að gæta orða sinna

Stefnuræða forsætisráðherra: Biður fólk um að gæta orða sinna