fbpx
Laugardagur 20.september 2025
Eyjan

Segja Sameinuðu arabísku furstadæmin að baki tölvuárásum á Katar

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 17. júlí 2017 15:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Emírinn í Katar Sheikh Tamim Bin Hamad al-Thani.

Deilur Sádi-Arabíu og Sameinuðu arabísku furstadæmanna við nágranna sína í Katar hófust fyrir alvöru í maí síðastliðnum þegar eldfimum tilvitnunum í emír Katar, Sheikh Tamim Bin Hamad al-Thani, var dreift um víðan heim. Nú hafa bandarískar leyniþjónustur gefið það út að tilvitnanirnar, sem voru uppspuni frá rótum, hafi verið runnar undan rifjum yfirvalda í Sameinuðu arabísku furstadæmunum.

Meint orð emírsins fóru sem eldur í sinum um opinberar heimasíður í Katar og náðu miklu flugi á samfélagsmiðlum þann 24. maí síðastliðinn.

Embættismenn í Bandaríkjunum segja að í síðustu viku hafi þeir komist á snoðir um að daginn áður, þann 23. maí, hafi embættismenn frá furstadæmunum fundað og rætt um aðgerðir til að knésetja Katar og hvernig þeim skyldi háttað. Hvort að þegnar ríkisins eða aðrir hafi framkvæmt tölvuárásirnar þar sem hinum fölsku tilvitnunum var komið í umferð á katarískum vefsíðum er ekki vitað á þessari stundu samkvæmt Washington Post.

Samkvæmt hinum fölsku tilvitnunum og fréttum í kjölfarið á emírinn að hafa kallað Íran, svarna óvini Sádi-Arabíu og Sameinuðu arabísku furstadæmanna „íslamskt veldi“ og farið fögrum orðum um Hamas samtökin í Palestínu.

Þessu var komið í dreifingu skömmu eftir heimsókn Donald Trump Bandaríkjaforseta til Miðausturlanda, þar á meðal Sádi-Arabíu þar sem hann sagði Miðausturlönd samstíga í baráttunni gegn hryðjuverkamönnum.

Þessi meintu ummæli emírsins í Katar voru notuð sem átylla af yfirvöldum í Riyadh og Abu Dhabi, ásamt bandamönnum þeirra í Barein og Egyptalandi til að slíta stjórnmálatengslum við Katar, banna fjölmiðla frá Katar, lýsa yfir viðskiptabanni og fleiru sem olli stjórnmálakrísu á svæðinu.

Yfirvöld í Sameinuðu arabísku furstadæmunum hafa hafnað þessum fullyrðingum Bandaríkjamanna.

Sameinuðu arabísku furstadæmin áttu ekki nokkurn þátt í meintum tölvuárásum. Það sem er hins vegar sannleikanum samkvæmt er hegðun Katar. Fjármögnun, stuðningur og aðstoð við öfgahópa á borð við Talibana, Hamas og Gaddafi. Hvatning til ofbeldis, stuðningur við öfgahópa og að grafa undan stöðugleika nágrannaríkja,

sagði Yousef al-Otaiba, sendiherra Sameinuðu arabísku furstadæmanna í yfirlýsingu vegna málsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Lilju berst stuðningur úr óvæntri átt – hefnd og sögulegar sættir?

Orðið á götunni: Lilju berst stuðningur úr óvæntri átt – hefnd og sögulegar sættir?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Andri Sævar og Svava ráðin til Daga hf.

Andri Sævar og Svava ráðin til Daga hf.
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Guðrún Hafsteinsdóttir veit ekki í hvorn fótinn hún á að stíga – seldi hún sannfæringuna fyrir völd?

Orðið á götunni: Guðrún Hafsteinsdóttir veit ekki í hvorn fótinn hún á að stíga – seldi hún sannfæringuna fyrir völd?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framkvæmdastjóri N1: Látum breytingar koma hratt fram í verðinu – bæði til lækkunar og hækkunar

Framkvæmdastjóri N1: Látum breytingar koma hratt fram í verðinu – bæði til lækkunar og hækkunar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framkvæmdastjóri N1: Finnum fyrir velvilja úti á landi – meiri andstaða í höfuðborginni

Framkvæmdastjóri N1: Finnum fyrir velvilja úti á landi – meiri andstaða í höfuðborginni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Forseti hefur lög að mæla – fólk vill ekki endurtekna gíslatöku á Alþingi

Orðið á götunni: Forseti hefur lög að mæla – fólk vill ekki endurtekna gíslatöku á Alþingi