fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
Eyjan

Áslaug og Guðfinna ósáttar við Dag: „Hann getur ekki þvegið hendur sínar“

Ari Brynjólfsson
Miðvikudaginn 29. nóvember 2017 13:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áslaug Friðriksdóttir. Dagur B. Eggertsson, Guðfinna J. Guðmundsdóttir og Gylfi Ægisson. Samsett mynd/DV

„Ég sé að borgarstjóri fer nú stórum og telur sig vera að gera allt sem í sínu valdi stendur til að axla ábyrgð í húsnæðismálum. Þetta er sorglegt að horfa á. Fátækrar- og húsnæðisleysis umræðan er honum erfið eins og öðrum. En því miður getur hann ekki þvegið hendur sínar af þessum vanda enda hefur hann beinlínis stuðlað að þessari þróun,“ segir Áslaug Friðriksdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Fésbók. Tilefni skrifa hennar eru viðbrögð Dags B. Eggertssonar borgarstjóra við vanda Gylfa Ægissonar og fleiri heimilislausra í Reykjavík.

Sjá einnig: Gylfi Ægisson heimilislaus í nístingskulda

Gylfi skoraði á Dag og Bjarna Benediktsson forsætisráðherra að bregðast við vandanum og sagði Dagur að verið væri að standsetja 144 íbúðir í Reykjavík og útbúa neyðarskýli í Víðinesi.

Sjá einnig: Dagur svarar Gylfa Ægis og stofnar neyðarhúsnæði: Finnst eðlilegt að senda öðrum sveitafélögum reikninginn

Gagnrýndi Dagur jafnframt önnur sveitarfélög sem séu ekki með nóg af félagslegu húsnæði og séu ekki með áform um að fjölga þeim, en margir sem eru heimilislausir í Reykjavík koma úr öðrum sveitarfélögum.

Áslaug segir að ef það væru nóg af íbúðum í borginni þá væri ekki þörf á að fjölga félagslegum íbúðum:

Félagslegt húsnæði er ekki ódýrt húsnæði, leiguverðið tekur mið af leiguverði á markaði. Húsaleigubætur og greiðsla sérstakra húsaleigubóta er óháð því hvort fólk býr í húsnæði í einkaeigu, eigu leigufélaga eða í eigu sveitarfélaganna (félagslegu húsnæði).

Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina og þingmaður Miðflokksins er sammála Degi að vandinn sé þjóðarskömm og að sveitarfélögin verði að leysa vandann saman:

Hins vegar er ég algjörlega ósammála honum að sú staða hafi verið ljós frá í sumar að talsverður fjöldi fólks væri í miklum húsnæðisvanda. Sú staða hefur verið augljós mjög lengi enda hafa um 1000 manns verið á biðlista eftir félagslegu húsnæði hjá borginni lengi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“