fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
Eyjan

Nærri 40% kjósenda í Vestmannaeyjum óákveðnir – Elliði hrósar sigri

Ari Brynjólfsson
Miðvikudaginn 29. nóvember 2017 12:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elliði Vignisson bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. Samsett mynd/DV

Ef kosið yrði til bæjarstjórnar í Vestmannaeyjum myndu aðeins 34,9% kjósa Sjálfstæðisflokkinn, en í sveitarstjórnarkosningunum 2014 fékk Sjálfstæðisflokkurinn 73,15% fylgi. Þetta kemur fram í nýrri könnun MMR fyrir vefinn Eyjar.net. Könnunin var gerð dagana 31. október til 23. nóvember, úrtakið var 910 manns 18 ára og eldri með lögheimili í Vestmannaeyjum, 507 svöruðu.

Athygli vekur að fylgið leitar ekki til stjórnarandstöðunnar í bænum en aðeins 7,7% myndu kjósa Eyjalistann. Rúm 15% myndu kjósa annað og 39,5% eru óákveðnir. 3,1% myndu ekki kjósa. Einnig vekur athygli að fleiri konur hyggjast kjósa Sjálfstæðisflokkinn en karlar, eða 37% og 33%. Þegar aldurflokkarnir eru skoðaðir sést að eldra fólk er líklegra til að kjósa Sjálfstæðisflokkinn eða 41% en rúm 28% á aldrinum 18 til 29 ára myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn.

Skjáskot af vef Eyjar.net

Eyjan bar þessar niðurstöður undir Elliða Vignisson bæjarstjóra í Vestmannaeyjum sem hló hátt við að heyra að Sjálfstæðisflokkurinn mældist með 35% fylgi:

Þú kannt stærðfræði er það ekki? Við erum með 60,3% samkvæmt könnuninni. Taktu frá auð atkvæði og teldu þau sem myndu kjósa, þá erum við með 60,3% atkvæða,

segir Elliði. Þegar reiknað er hlutfall Sjálfstæðisflokksins af þeim 270 sem ætla að kjósa Sjálfstæðisflokkinn, Eyjalistann eða annað framboð mælist flokkurinn með 60,74%, þá eru ekki taldir með þeir 235 kjósendur sem eru óákveðnir, ætla ekki að kjósa eða tóku ekki afstöðu, ef þeir kjósendur eru taldir með þá mælist Sjálfstæðisflokkurinn með 34,9% fylgi. Aðspurður hvers vegna svo margir séu óákveðnir segir Elliði það eðlilegt í aðdraganda kosninga:

Þetta eru nánast sömu tölur og fyrir fjórum árum. Við erum með meira fylgi núna. Að við skulum mælast með 60,3% er bara ótrúlegur árangur. Ég bara trúi þessum tölum ekki, ég held að við séum með lægra en þessi könnun sýnir.

Elliði sagði að fréttin sem birtist á vef Eyja með fyrirsögninni Mikið fylgistap hjá báðum flokkum bæjarins væri skrifuð af andstæðingi Sjálfstæðisflokksins 0g sagðist Elliði ekki trúa því að aðrir fjölmiðlar myndu túlka könnunina á sama hátt. Eyjan hafði samband við Tryggva Má Sæmundsson ritstjóra Eyjar.net sem sagði að fréttin hefði aðeins verið unnin upp úr tölum frá MMR:

Ég geri ekki annað en að fá MMR til að mæla þetta fyrir mig og svo birti ég það, ef hann [Elliði] trúir því ekki þá verður hann bara að eiga það við sig.

Tryggvi segir að í fyrra hafi Elliði mært könnun MMR sem gerð hafi verið fyrir vefinn Eyjar.net, þá hafi Elliði þakkað fyrir könnunina og sagt hana gefa vísbendingar um stöðuna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“