fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
Eyjan

Smári: Tilfinningin er að þessi ríkisstjórn verði algjör steypa

Ari Brynjólfsson
Miðvikudaginn 29. nóvember 2017 11:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samsett mynd/DV

Smári McCarthy þingmaður Pírata segir að hann hafi það á tilfinningunni að fyrirhuguð ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks verði algjör steypa þar sem Sjálfstæðisflokkurinn muni fara með öll raunveruleg völd á meðan Vinstri græn sitji uppi með ábyrgðina:

Það á alveg eftir að koma í ljós hverskonar stjórn þetta verður, við að sjá stjórnarsáttmálann, úthlutun ráðherrasæta, og ýmislegt annað sem hefur verið ákveðið. Tilfinningin er sú að þetta verði algjör steypa, þar sem Sjálfstæðisflokkurinn fer með öll raunveruleg völd og VG situr uppi með alla raunverulega ábyrgð ─ svipað og fór fyrir Bjartri Framtíð síðast. En ég bíð með að fella dóm í bili,

segir Smári á Fésbók. Hann ætlar þó að vera bjartsýnn á að starfshættir þingsins verði bættir, en hann gagnrýndi síðustu ríkisstjórn harðlega fyrir slæm vinnubrögð á þinginu, þá sérstaklega í skipun dómara við Landsrétt:

Ég vona bara svo innilega að það verði einhver áhugi hjá þessari stjórn að láta af þeim ofbeldisháttum sem hafa tíðkast á þinginu, þar sem vond mál sem hugnast stjórnvöldum eru rekin í gegn með hamagangi og valdi án þess að gefa svigrúm fyrir eðlilegt samtal, jafnvel þegar um lögbrot er að ræða eins og þegar þáverandi (og kannski áframhaldandi?) dómsmálaráðherra, Sigríður Á Andersen, skipaði í Landsrétt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“