fbpx
Mánudagur 17.nóvember 2025
Eyjan

Þórhildur Sunna nýr þingflokksformaður Pírata

Ari Brynjólfsson
Fimmtudaginn 23. nóvember 2017 10:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir er nýr formaður þingflokks Pírata. Kosið var í stjórn þingflokks á þingflokksfundi í vikunni. Helgi Hrafn Gunnarsson var kjörinn varaþingflokksformaður og Jón Þór Ólafsson er ritari þingflokks.

Þórhildur Sunna hefur verið þingmaður Pírata síðan haustið 2016, var oddviti Pírata í Reykjavík suður í nýafstöðnum kosningum og hefur gegnt stöðu aðal samningamanns Pírata í stjórnarmyndunarviðræðunum. Þar að auki hefur hún verið alþjóðaritari framkvæmdaráðs Pírata og setið í úrskurðarnefnd flokksins. Þórhildur Sunna er lögfræðingur að mennt en hún sérhæfði sig í alþjóðlegum mannréttindum og refsirétti í Háskólanum í Utrecht Hollandi.Þórhildur Sunna segir að frá því að upp úr slitnaði í stjórnarmyndunarviðræðum Pírata, Samfylkingarinnar, Vinstri grænna og Framsóknarflokksins hafi flokkurinn einbeitt sér að því að leggja línurnar fyrir komandi kjörtímabil í stjórnarandstöðu:

Píratar hafa – allt frá því að stjórnarmyndunarviðræðum milli Pírata, Samfylkingar, Framsóknar og Vinstri grænna lauk – einbeitt sér að því að skipuleggja starfið framundan í vetur og áherslur Pírata fyrir komandi kjörtímabil. Þar ber helst að nefna baráttu fyrir auknu upplýsinga- og tjáningarfrelsi, auknu gagnsæi á þingi sem og í stjórnsýslunni og bættri mannréttindavernd í margvíslegum skilningi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sigurður Hólmar skrifar: Ísland sofandi á meðan heimurinn vaknar

Sigurður Hólmar skrifar: Ísland sofandi á meðan heimurinn vaknar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar