fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
Eyjan

Trump ákallar hnattræna hlýnun til að hlýja Austurströnd Bandaríkjanna

Trausti Salvar Kristjánsson
Föstudaginn 29. desember 2017 10:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Trump á Twitter-Samsett mynd

Þegar kemur að Donald Trump Bandaríkjaforseta, getur reynst erfitt að úrskurða um hvort tístin hans á Twitter séu skrifuð í alvöru eða gríni, svo ótrúleg geta þau verið. Í nótt tísti Trump um hnattræna hlýnun, fyrirbæri sem hann trúir álíka mikið á og jólasveininn, eða auðmýkt.

 

 

 

 

Trump sagði:

„Á Austurströndinni stefnir í kaldasta gamlárskvöld frá upphafi mælinga. Máske gætum við nýtt gömlu góðu hnattrænu hlýnunina sem landið okkar, en ekki önnur lönd, ætlaði að borga TRILLJÓNIR DOLLARA til verndunar gegn. Klæðið ykkur vel !“

Ekki hafa fengist svör frá talsmanni Hvíta hússins hvort tíst Trump sé yfirlýst stefna ríkisstjórnar hans um hnattræna hlýnun, en hingað til, ótrúlegt en satt, hafa svör talsmanna forsetans einmitt verið á þá leið, að tíst hans séu opinber stefna Bandaríkjanna.

 
Til gamans má geta, að árið 2016 var það heitasta frá upphafi mælinga á jörðinni og allt stefnir í að metið falli 2017. Yrði það hækkun á hitastigi jarðar fjórða árið í röð. Sérfræðingar CNN fréttarisans sögðu af þessu tilefni, að svo virtist sem að forsetinn áttaði sig ekki á muninum á lofslagi eða veðurfari annarsvegar og veðrinu frá degi til dags hinsvegar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Ég ætla ekki að berja þig, Sveinn Andri, ég kæri þig til siðanefndar lögmanna

Reynir Traustason: Ég ætla ekki að berja þig, Sveinn Andri, ég kæri þig til siðanefndar lögmanna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins