Nú þegar nýtt ár er um það bil að ganga í garð, er fróðlegt að horfa um öxl og sjá hvað bar hæst í fréttum Eyjunnar á liðnu ári, í lestri mælt. Fréttirnar eru fjölbreyttar, en eru þó ekki endilega lýsandi fyrir fréttaárið 2017. Tíu mest lesnu fréttirnar árið 2017 eru eftirfarandi:
13. október.
Magnús Þór Hafsteinsson, oddviti Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi, neitaði á útvarpi Sögu að hafa beitt fyrrverandi konu sína ofbeldi, líkt og hún lýsti í Akureyri Vikublaði. Sagði hann um mykjudreifingu, níð og rógburð væri að ræða.
2. „Ógeðsleg árás á alþýðu þessa lands“
22. júní.
Máni Pétursson, umsjónarmaður Harmageddon á X-inu, ofbauð hugmynd þáverandi fjármálaráðherra, Benedikts Jóhannessonar, um að leggja af fimm og tíu þúsund krónu seðla. Hann sagði þetta siðlausa aðgerð, sem kortafyrirtækin græddu á sem einmitt væru í eigu fjölskyldu Benedikts og Bjarna Benediktssonar, þáverandi forsætisráðherra.
3. Vilhjálmur: „Ég veit ekki með ykkur en þessu er ég ekki búinn að gleyma!“
9. október.
Verkalýðsforinginn Vilhjálmur Birgisson á Akranesi, gagnrýndi vinstri stjórnina 2009-2013 í pistli sínum, í kjölfar umræðu um Alþingiskosningar í sjónvarpinu, þar sem Katrín Jakobsdóttir var látin svara því af hverju kjósendur ættu að treysta VG, í ljósi svika þeirra við stjórnvölinn.
7. mars
Tara Margrét Vilhjálmsdóttir, formaður Samtaka um líkamsvirðingu, reitti fréttaþulinn Sindra Sindrason til reiði er þau töluðu um fordóma samfélagsins í garð minnihlutahópa á Stöð 2. Tara vildi meina að Sindri væri í forréttindastöðu, en Sindri þuldi upp þá minnihlutahópa sem hann tilheyrði. Sjón er sögu ríkari.
5. Þórarinn hækkaði laun starfsmanna um 30% og lækkaði þannig launakostnað um 20%
24. mars.
Þórarinn Ævarsson, framkvæmdarstjóri IKEA, vakti mikla athygli þegar hann sagðist hafa lækkað launakostnað hjá Dominos um 20% með því að hækka laun starfsmanna um 30% er hann vann þar.
6. Þóra Kristín kallar Ingu Sæland „sextuga blinda kellingu úr Breiðholtinu“: „Dóni“
6. október.
Þóra Kristín Ásgeirsdóttir fjölmiðlakona, lét gamminn geysa um Ingu Sæland, formann Flokks fólksins, í þættinum Ritstjórarnir á Hringbraut. Inga og flokkur hennar hafði vakið mikla athygli á undanförnum misserum og sagðist Þóra meðal annars skilja af hverju kjósendur í Breiðholti eða úti á landi hlypu í fang hennar. Inga sagði Þóru vera dóna.
7. Egill skoðaði reikning úr íslenskri sjoppu – Fór svo í sjoppu í Grikklandi og keypti það sama
3. september.
Egill Helgason, fjölmiðlamaður, lífskúnstner og Eyjubloggari, bar saman vöruverð á Íslandi og í Grikklandi á völdum vörum. Hann komst að því að verðlagið á Íslandi var um það bil fimm sinnum hærra.
5. september.
Enn um verðlag á Íslandi. Í þetta skipti bar Jón Gunnarsson, fyrrum þingmaður, saman kostnað á utanlandsferð er hann og kona hans fóru í, til Alicante á Spáni, við ferð félaga hans er fór í helgarferð til Akureyrar með sinni heittelskuðu. Og viti menn, Akureyrarferðin var helmingi dýrari.
27. september.
Birgitta Jónsdóttir, þáverandi þingflokksformaður Pírata, hélt sína síðustu ræðu á þingi og gerði hana eftirminnilega, því um sannkallaða eldræðu var að ræða. Talaði hún meðal annars um spillinguna og „skítamixið“ sem viðgengist á þinginu og kallaði það „ömurlegt.“
14, mars.
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, opnaði sig í pistli um fráfall vinar síns, sem varð til þess að hann fór að skoða lífeyrissjóðakerfið og misbrestina þar, sem leiddu til formannsframboðs hans í VR.