fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
Eyjan

Tíu mest lesnu fréttir ársins á Eyjunni

Trausti Salvar Kristjánsson
Fimmtudaginn 28. desember 2017 14:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

 

Nú þegar nýtt ár er um það bil að ganga í garð, er fróðlegt að horfa um öxl og sjá hvað bar hæst í fréttum Eyjunnar á liðnu ári, í lestri mælt. Fréttirnar eru fjölbreyttar, en eru þó ekki endilega lýsandi fyrir fréttaárið  2017. Tíu mest lesnu fréttirnar árið 2017 eru eftirfarandi:

 

 

 

 

Magnús Þór neitar að hafa beitt Ragnheiði ofbeldi: „Ég er tekinn og krossfestur“ – Ragnheiður: Kvennaathvarfið hjálpaði

13. október.

Magnús Þór Hafsteinsson, oddviti Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi, neitaði á útvarpi Sögu að hafa beitt fyrrverandi konu sína ofbeldi, líkt og hún lýsti í Akureyri Vikublaði. Sagði hann um mykjudreifingu, níð og rógburð væri að ræða.

 

2. „Ógeðsleg árás á alþýðu þessa lands“

22. júní.

Máni Pétursson, umsjónarmaður Harmageddon á X-inu, ofbauð hugmynd þáverandi fjármálaráðherra, Benedikts Jóhannessonar, um að leggja af fimm og tíu þúsund krónu seðla. Hann sagði þetta siðlausa aðgerð, sem kortafyrirtækin græddu á sem einmitt væru í eigu fjölskyldu Benedikts og Bjarna Benediktssonar, þáverandi forsætisráðherra.

 

3. Vilhjálmur: „Ég veit ekki með ykkur en þessu er ég ekki búinn að gleyma!“

9. október.

Verkalýðsforinginn Vilhjálmur Birgisson á Akranesi, gagnrýndi vinstri stjórnina 2009-2013 í pistli sínum, í kjölfar umræðu um Alþingiskosningar í sjónvarpinu, þar sem Katrín Jakobsdóttir var látin svara því af hverju kjósendur ættu að treysta VG, í ljósi svika þeirra við stjórnvölinn.

 
4. Sauð upp úr í sjónvarpssal: Sagði homma sem á litað ættleitt barn og er giftur útlendingi ekki vera í jaðarhópi

7. mars

Tara Margrét Vilhjálmsdóttir, formaður Samtaka um líkamsvirðingu, reitti fréttaþulinn Sindra Sindrason til reiði er þau töluðu um fordóma samfélagsins í garð minnihlutahópa á Stöð 2. Tara vildi meina að Sindri væri í forréttindastöðu, en Sindri þuldi upp þá minnihlutahópa sem hann tilheyrði. Sjón er sögu ríkari.

 
5. Þórarinn hækkaði laun starfsmanna um 30% og lækkaði þannig launakostnað um 20%

24. mars.

Þórarinn Ævarsson, framkvæmdarstjóri IKEA, vakti mikla athygli þegar hann sagðist hafa lækkað launakostnað hjá Dominos um 20% með því að hækka laun starfsmanna um 30% er hann vann þar.

 

 

6. Þóra Kristín kallar Ingu Sæland „sextuga blinda kellingu úr Breiðholtinu“: „Dóni“

6. október.

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir fjölmiðlakona, lét gamminn geysa um Ingu Sæland, formann Flokks fólksins, í þættinum Ritstjórarnir á Hringbraut. Inga og flokkur hennar hafði vakið mikla athygli á undanförnum misserum og sagðist Þóra meðal annars skilja af hverju kjósendur í Breiðholti eða úti á landi hlypu í fang hennar. Inga sagði Þóru vera dóna.

 

7. Egill skoðaði reikning úr íslenskri sjoppu – Fór svo í sjoppu í Grikklandi og keypti það sama

3. september.

Egill Helgason, fjölmiðlamaður, lífskúnstner og Eyjubloggari, bar saman vöruverð á Íslandi og í Grikklandi á völdum vörum. Hann komst að því að verðlagið á Íslandi var um það bil fimm sinnum hærra.

 
8. Jón fór með konunni til Alicante – Vinur hans fór með sinni konu til Akureyrar: „Svona er nú okurlandið í dag“

5. september.

Enn um verðlag á Íslandi. Í þetta skipti bar Jón Gunnarsson, fyrrum þingmaður, saman kostnað á utanlandsferð er hann og kona hans fóru í, til Alicante á Spáni, við ferð félaga hans er fór í helgarferð til Akureyrar með sinni heittelskuðu. Og viti menn, Akureyrarferðin var helmingi dýrari.

 

 

9. Sjáðu síðustu ræðu Birgittu sem slegið hefur í gegn á Facebook: Tók þingheim til bæna – „Þetta er skítamix!“

27. september.

Birgitta Jónsdóttir, þáverandi þingflokksformaður Pírata, hélt sína síðustu ræðu á þingi og gerði hana eftirminnilega, því um sannkallaða eldræðu var að ræða. Talaði hún meðal annars um spillinguna og „skítamixið“ sem viðgengist á þinginu og kallaði það „ömurlegt.“

 
10. „Ang­istaróp­in og sorg­in var óbæri­leg“ – Dagurinn sem breytti lífi Ragnars: Þess vegna fór hann fram

14, mars.

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, opnaði sig í pistli um fráfall vinar síns,  sem varð til þess að hann fór að skoða lífeyrissjóðakerfið og misbrestina þar, sem leiddu til formannsframboðs hans í VR.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Ég ætla ekki að berja þig, Sveinn Andri, ég kæri þig til siðanefndar lögmanna

Reynir Traustason: Ég ætla ekki að berja þig, Sveinn Andri, ég kæri þig til siðanefndar lögmanna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins