fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
Eyjan

Þverpólitísk samstaða kjósenda um jólamatinn – Hamborgarhryggur skal það vera !

Trausti Salvar Kristjánsson
Fimmtudaginn 21. desember 2017 16:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

mmmmm…nammi namm!

könnun MMR leiðir í ljós að stærstur hluti landsmanna muni gæða sér á hamborgarhrygg á aðfangadag, eða 47 prósent. Í öðru sæti er lambakjöt (annað en hangikjöt) en 13% landsmanna ætla sér að hantera það. Þetta kemur fram í tilkynningu. Kalkúnn eða rjúpur verða á borði rúmlega 8% landsmanna hvort um sig, 5% ætla að borða nautakjöt og um 3% önd. Tæplega 15% munu hafa aðra rétti en fyrrgreinda á boðstólnum á aðfangadag.

 

Skipting eftir stjórnmálaskoðunum

Lambakjöt nýtur meiri vinsælda sem aðalréttur á aðfangadag meðal stuðningsfólks Framsóknarflokks heldur en stuðningsfólks annarra flokka. Af þeim sem tóku afstöðu og studdu Framsóknarflokk sögðust 20% ætla að borða lambakjöt (annað en hangikjöt) sem aðalrétt að aðfangadag. Rjúpur verða hvað helst á borðum hjá stuðningsfólki Miðflokksins (20%) og af þeim sem styðja Flokks fólksins sögðust heil 72% ætla að borða hamborgarhrygg á aðfangadagskvöld. Stuðningsfólk Pírata var líklegra en stuðningsmenn annarra flokka til að ætla að borða annað en það sem talið var upp í könnuninni.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Munur milli hópa á því hvað fólk ætlar að borða á aðfangadag

Íbúar á landsbyggðinni eru mun líklegri til að borða lambakjöt á aðfangadag (16%) heldur en íbúar höfuðborgarsvæðisins (6%). Einnig eru íbúar landsbyggðarinnar (50%) ívið líklegri en íbúar höfuðborgarsvæðisins (45%) til að borða hamborgarhrygg á aðfangadag. Íbúar á höfuðborgarsvæðinu eru aftur á móti miklu líklegri til að kjósa kalkún á sinn disk á aðfangadag (10%) heldur en íbúar á landsbyggðinni (5%).

 

Nokkur aukning reyndist á fjölda þeirra sem ætla að borða lambakjöt (annað en hangikjöt) á aðfangadag, eða um rúm 3 prósentustig. Breytingar á fjölda þeirra sem hyggjast borða aðra rétti reyndust óverulegar og ljóst að hefðir og venjur skipta miklu máli þegar kemur að vali á veisluföngum á aðfangadag.
Upplýsingar um framkvæmd:

Úrtak: Einstaklingar 18 ára og eldri valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR
Könnunaraðferð: Spurningavagn MMR
Svarfjöldi: 923 einstaklingar
Dagsetning framkvæmdar: 12.-15. desember 2017

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Ég ætla ekki að berja þig, Sveinn Andri, ég kæri þig til siðanefndar lögmanna

Reynir Traustason: Ég ætla ekki að berja þig, Sveinn Andri, ég kæri þig til siðanefndar lögmanna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins