fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
Eyjan

Björn Leví um „leiðréttingu“ fjárframlaga til stjórnmálaflokka: „Bara kjararáð númer tvö“

Trausti Salvar Kristjánsson
Fimmtudaginn 21. desember 2017 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt erindi sem sex stjórnamálaflokkar á Alþingi standa að, er fyrirhugað að „leiðrétta“ fjárframlög ríkisins til stjórnmálaflokka í einu stökki, en hækkunin nemur 127 prósentum ef af verður. Píratar og Flokkur fólksins standa utan við erindið. Þetta kemur fram á Kjarnanum.

 

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, sagði við Eyjuna að ekki gengi að hækka framlögin svo skart:

 

„Við vorum hluti af vinnunni og greiningunni við þetta málefni, en lokatillagan, þessi leiðrétting í einu skrefi, sem er án þeirra breytinga sem við vildum um lágmarksfjárhæð, þar sem hver flokkur óháð stærð fengi ákveðið lágmark til reksturs síns flokk, hún er á skjön við okkar hugmyndir. Svona hækkun í einu skrefi gengur ekki, þetta er bara kjararáð númer tvö. Ef þessi fjárframlög eiga að efla lýðræðið, þá er það bara fyrir stóru flokkana, en ekki þá litlu. Þeir sitja áfram í sömu súpunni. Minni flokkarnir munu koma til með að eyða öllu sínu fé í hefðbundinn rekstur, meðan þeir stærri eiga afgang fyrir auglýsingar og slíkt. Til dæmis hækkar framlag Sjálfstæðisflokksins um 99 milljónir á næsta ári samkvæmt þessu.“

 

 

Í erindinu er farið fram á „leiðréttingu“ í einu skrefi, þar sem framlögin hafi lækkað að raunvirði ár frá ári, síðan lög voru sett um rekstrargrundvöll stjórnmálaflokka árið 2007, þar sem kveður á um takmörkun á frjálsum fjárframlögum:

 

„Þetta hefur haft mikil áhrif á starf­semi stjórn­mála­flokka til hins verra. Þess vegna erum við und­ir­rituð sam­mála um nauð­syn þess að leið­rétta fram­lög­in. Að óbreyttu er ekki hægt að upp­fylla mark­mið lag­anna um að ,,auka traust á stjórn­mála­starf­semi og efla lýð­ræð­ið“. Því er hér farið fram á leið­rétt­ingu sam­kvæmt vísi­tölum frá árinu 2008 sem nemur 362 millj­ónum til við­bótar lið 05.4 Stjórn­sýsla rík­is­fjár­mála, 09-999 Ýmis­legt nr. 118 í fjár­lagafrum­varp­inu fyrir árið 2018,“

 

segir í erindinu. Sá liður er talað er um er upp á 286 milljónir, sem þýðir að heildarframlagið færi upp í 648 milljónir króna.

Fram­kvæmda­stjórar­ flokkanna sex sem standa að erindinu eru Ásgeir Run­ólfs­son, full­trúi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, Birna Þór­ar­ins­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Við­reisn­ar, Björg Eva Erlends­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Vinstri grænna, Einar Gunnar Ein­ars­son, fram­kvæmda­stjóri Fram­sókn­ar­flokks­ins, Svanur Guð­munds­son, full­trúi Mið­flokks­ins, og Þórður Þór­ar­ins­son, fram­kvæmda­stjóri Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Þetta kemur fram á vef Kjarnans.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Ég ætla ekki að berja þig, Sveinn Andri, ég kæri þig til siðanefndar lögmanna

Reynir Traustason: Ég ætla ekki að berja þig, Sveinn Andri, ég kæri þig til siðanefndar lögmanna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins