fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
Eyjan

Félag hópferðaleyfishafa hoppar á vagninn -Mótmælir gjaldtöku Isavia

Trausti Salvar Kristjánsson
Miðvikudaginn 20. desember 2017 14:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mynd/DV

Félag hópferðaleyfishafa mótmæla fyrirhugaðri gjaldtöku Isavia, sem taka á gildi 1. mars. Er gjaldskráin sögð alltof há og fyrirvarinn of skammur. Fjölmargir innan ferðaþjónustunnar hafa mótmælt fyrirhugaðri gjaldtöku, þar á meðal Samtök ferðaþjónustunnar, sem eru stærstu hagsmunasamtök greinarinnar.

Að sögn Félags hópferðaleyfishafa þurfa stærstu fyrirtækin að punga út mörghundruðþúsund krónum á dag í bílastæðisgjöld, eða um 20 þúsund krónur fyrir hverja stóra rútu og 7900 krónur fyrir minni rútur. Til samanburðar er greint frá verðinu á Gatwick flugvelli í Lundúnum, sem er 2400 krónur. Þá er einnig gagnrýnt að tíminn sé of naumur fyrir fyrirtækin að bregðast við hækkuninni, því þurfi þau að taka á sig kostnaðinn og hækka verðskrá sína um þriðjung.

 

Tilkynninguna má lesa hér að neðan.

 

Félag hópferðaleyfishafa mótmælir harðlega fyrirhugaðri gjaldtöku á hópbifreiðastæði við Flugstöð Leifs Eiríkssonar, en Isavia hefur tilkynnt að frá og með 1. mars nk. verði innheimt 7.900 kr. gjald í stæðin fyrir litla hópferðabíla og 19.900 fyrir hópferðabíla af algengustu stærð og stærri.
Stærstu fyrirtækin í hópferðum yrðu samkvæmt hinni nýju gjaldskrá að greiða mörg hundruð þúsund krónur að lágmarki á dag í bílastæðagjöld. Til samanburðar má nefna að gjald per hópferðabifreið sem sækir farþega á Gatwick-flugvöll við Lundúnir er sem samsvarar 2.400 íslenskum krónum og víða er engin gjöld af þessu tagi innheimt.

Ísland á í alþjóðlegri samkeppni sem áfangastaður ferðamanna og gæta verður hófs í allri gjaldtöku, ekki bara hvað varðar flugvallargjöld, heldur líka hvað snertir kostnað ferðamanna við að komast til og frá flugvelli.

Hið fyrirhugaða gjald er svo hátt að fyrirtækin munu þurfa að hækka gjaldskrá sína um þriðjung að lágmarki. Þá er fyrirvarinn sem Isavia gefur aðeins þrír mánuðir. Fyrirtæki í hópflutningum hafa fyrir löngu auglýst verð á sinni þjónustu og því þurfa þau að taka á sig þennan mikla kostnað, kostnað sem er sligandi og með engu móti réttlætanlegur.

Engin önnur atvinnugrein sem notast við flugstöðina þarf að greiða viðlíka upphæðir fyrir sambærilega þjónustu. Félag hópferðaleyfishafa telur brýnt að yfirvöld samgöngumála grípi inn í og stöðvi þessa gjaldtöku, sem er langt fram úr öllu hófi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Dagur B. Eggertsson: Krónuvextirnir eru þrefaldir á við evruvextina – hrikaleg byrði á íslensk heimili

Dagur B. Eggertsson: Krónuvextirnir eru þrefaldir á við evruvextina – hrikaleg byrði á íslensk heimili
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: „Haltu kjafti, gamla fiskibollan þín!“

Reynir Traustason: „Haltu kjafti, gamla fiskibollan þín!“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Undirhundur

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Undirhundur