
Dr. Eva Marín Hlynsdóttir, lektor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, hefur komist að áhugaverðum niðurstöðum í nýrri grein sem hún hefur birt. Eva Marín lagði spurningar fyrir allt sveitastjórnarfólk þessa árs, um starfsaðstæður þess og ástæður fyrir sjálfviljugu brotthvarfi þess úr sveitastjórnum. Niðurstaðan í stuttu máli var sú, að hlutfallslega hættu konur frekar en karlar, að einu kjörtímabili liðnu. Þá má gera ráð fyrir því að í upphafi kjörtímabils séu sex af hverjum tíu fulltrúum nýliðar.
Grein Evu birtist í Veftímaritinu Stjórnmál og stjórnsýsla og ber heitið „Aukin endurnýjun í íslenskum sveitarstjórnum: Hvað veldur?“
Þá greindist marktækur munur á milli kynjanna varðandi starfsaðstæður, sem og milli þeirra sem annarsvegar vildu hætta í sveitastjórnum og þeirra sem vildu halda áfram, en þar voru karlar í meirihluta. Þá reyndist sveitastjórnarfólk í stærri sveitarfélögum sem sátt var við laun sín, viljugra til að halda áfram í stjórnmálum, en fulltrúar flokkanna í minni sveitarfélögum, eða sem voru óanægðir með laun sín. Einnig reyndust þeir sem lengur hafa setið viljugri til að sitja áfram, en þeir sem skemur hafa setið í sveitastjórn.
Þessi munur kemur m.a. fram eftir stærð sveitarfélaga, ánægju með kjör og fjölda ára í sveitarstjórn. Sveitarstjórnarfólk í stærri sveitarfélögum reynist ásamt þeim, sem eru sáttir við kjör sín, líklegri til að vilja halda áfram í stjórnmálum en þeir fulltrúar sem starfa í minni sveitarfélögum eða eru óánægðir með kjör sín. Þá eru reyndir fulltrúar marktækt viljugri til að halda áfram afskiptum af sveitarstjórnmálum, en þeir sem setið hafa skemur en þeir í sveitarstjórn.
Niðurstöðurnar má nálgast hér.