fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
Eyjan

Ný íslensk rannsókn: Konur í sveitastjórnum hætta frekar en karlar

Trausti Salvar Kristjánsson
Mánudaginn 18. desember 2017 16:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dr. Eva Marín Hlynsdóttir

Dr. Eva Marín Hlynsdóttir, lektor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, hefur komist að áhugaverðum niðurstöðum í nýrri grein sem hún hefur birt. Eva Marín lagði spurningar fyrir allt sveitastjórnarfólk þessa árs, um starfsaðstæður þess og ástæður fyrir sjálfviljugu brotthvarfi þess úr sveitastjórnum. Niðurstaðan í stuttu máli var sú, að hlutfallslega hættu konur frekar en karlar, að einu kjörtímabili liðnu. Þá má gera ráð fyrir því að í upphafi kjörtímabils séu sex af hverjum tíu fulltrúum nýliðar.

 

 

Grein Evu birtist í Veftímaritinu Stjórnmál og stjórnsýsla og ber heitið „Aukin endurnýjun í íslenskum sveitarstjórnum: Hvað veldur?“

 

Þá greindist marktækur munur á milli kynjanna varðandi starfsaðstæður, sem og milli þeirra sem annarsvegar vildu hætta í sveitastjórnum og þeirra sem vildu halda áfram, en þar voru karlar í meirihluta. Þá reyndist sveitastjórnarfólk í stærri sveitarfélögum sem sátt var við laun sín, viljugra til að halda áfram í stjórnmálum, en fulltrúar flokkanna í minni sveitarfélögum, eða sem voru óanægðir með laun sín. Einnig reyndust þeir sem lengur hafa setið viljugri til að sitja áfram, en þeir sem skemur hafa setið í sveitastjórn.
Þessi munur kemur m.a. fram eftir stærð sveitarfélaga, ánægju með kjör og fjölda ára í sveitarstjórn. Sveitarstjórnarfólk í stærri sveitarfélögum reynist ásamt þeim, sem eru sáttir við kjör sín, líklegri til að vilja halda áfram í stjórnmálum en þeir fulltrúar sem starfa í minni sveitarfélögum eða eru óánægðir með kjör sín. Þá eru reyndir fulltrúar marktækt viljugri til að halda áfram afskiptum af sveitarstjórnmálum, en þeir sem setið hafa skemur en þeir í sveitarstjórn.

Niðurstöðurnar má nálgast hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Mbappe yfirgefur hópinn
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Dagur B. Eggertsson: Krónuvextirnir eru þrefaldir á við evruvextina – hrikaleg byrði á íslensk heimili

Dagur B. Eggertsson: Krónuvextirnir eru þrefaldir á við evruvextina – hrikaleg byrði á íslensk heimili
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: „Haltu kjafti, gamla fiskibollan þín!“

Reynir Traustason: „Haltu kjafti, gamla fiskibollan þín!“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Undirhundur

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Undirhundur