fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
Eyjan

Bjarni kynnir nýtt fjárlagafrumvarp – 35 milljarða króna afgangur

Trausti Salvar Kristjánsson
Fimmtudaginn 14. desember 2017 09:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Mynd: DV/Sigtryggur Ari

Bjarni Benediktsson kynnti fjárlagafrumvarp nýrrar ríkisstjórnar nú í morgun. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir 35 milljarða króna afgangi, eða sem nemur 1,3% af vergri landsframleiðslu á komandi ári. Það er aukning frá fjárlögum 2017, sem var 24,7 milljarðar.

 

 

 

 

Helstu áherslur frumvarpsins eru eftirfarandi:

 

„Aukið er við framlög til heilbrigðismála,meðal annars með innspýtingu í heilsugæsluna, með auknum
niðurgreiðslum á tannlæknakostnaði aldraðra og örorkulífeyrisþega og með auknum framlögum til
lyfjakaupa. Einnig er sjúkrahússþjónusta á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni styrkt, bæði til
rekstrar og tækjakaupa, og sérstakt framlag er veitt til þjónustu við þolendur kynferðisbrota utan
höfuðborgarsvæðisins. Heildarhækkun framlaga til heilbrigðismála milli fjárlaga 2017 og 2018 nemur
ríflega 21 milljarði króna.

 
Útgjöld til barnabóta hækka um tæpan 1 ma.kr. frá árinu 2017, í 10,5 ma.kr. úr 9,6 ma.kr. Framlög vegna
fæðingarorlofs hækka um rúmlega 1 milljarð króna og frítekjumark vegna atvinnutekna ellilífeyrisþega
verður hækkað í upphafi árs 2018 úr 25.000 kr. í 100.000 kr. á mánuði, sem eykur útgjöld um 1,1 ma.kr.

 
Á sviði mennta, menningar og íþróttamála verða talsverðar breytingar til hækkunar, sé miðað við
forsendur fjármálaáætlunar. Þar má nefna 450 milljón króna framlag til máltækniverkefnis og þá eru
framlög til framhaldsskóla aukin um 400 milljónir króna og framlög til háskóla um 1 milljarð króna. Er þetta
liður í að auka gæði náms á þessum skólastigum og er markmiðið að hækka framlög á hvern ársnemenda
háskólanna þar til þau verða orðin sambærileg við OECD ríkin árið 2020 og síðan við Norðurlöndin árið
2025. Alls aukast framlög til mennta-, menningar- og íþróttamála um 5,5 ma.kr.

 
Veruleg aukning er til ýmissa verkefna á sviði samgöngu- og fjarskiptamála, samtals 3,6 milljarðar króna,
og til umhverfismála eða 1,7 milljarðar króna til að vinna upp málahalla úrskurðarnefndar, byggja upp
innviði til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum, til átaksverkefnis um friðlýsingar og til að
stofna loftslagsráð. Einnig er veitt 90 milljón króna framlag til vöktunar á ám vegna mögulegrar
erfðablöndunar frá laxeldi í sjókvíum.

 

Helstu skattbreytingar á árinu 2018 sem fram koma í frumvarpi um ýmsar forsendur fjárlagafrumvarps:
• Fjármagnstekjuskattur hækkar úr 20% í 22% en í framhaldi verður skattstofninn endurskoðaður.
Markmiðið er að gera skattkerfið réttlátara óháð uppruna tekna.
• Undanþága umhverfisvænni bifreiða, s.s. rafmagns- og tengiltvinnbifreiða, frá virðisaukaskatti
verður framlengd en unnið er að heildarúttekt á skattlagningu ökutækja og eldsneytis.
• Kolefnisgjald verður hækkað um 50% í stað 100% eins og gert var ráð fyrir í fjármálaáætlun fyrir
árin 2018-2022 en mun hækka á næstu árum í takt við aðgerðaáætlun í loftslagsmálum. Fallið er
frá fyrri áformum um tekjuöflun samhliða jöfnun olíugjalds við bensíngjald og hægt verður á
afnámi ívilnunar vörugjalds af bílaleigubílum.
• Ýmsar aðrar skattbreytingar koma til skoðunar á fyrsta starfsári nýrrar ríkisstjórnar svo sem
lækkun virðisaukaskatts á íslenskt ritmál, tónlist og bækur, skattalegt umhverfi fjölmiðla og
skattlagning höfundarréttargreiðslna. “

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Willum nýtur vinsælda og virðingar – verður sennilega næsti formaður Framsóknar

Orðið á götunni: Willum nýtur vinsælda og virðingar – verður sennilega næsti formaður Framsóknar
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sleikipinnapólitík

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sleikipinnapólitík
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Smölun hafin hjá Sjálfstæðisflokknum – styrkleiki fylkinga kannaður á átakafundi

Orðið á götunni: Smölun hafin hjá Sjálfstæðisflokknum – styrkleiki fylkinga kannaður á átakafundi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Um breytingar og hitt sem ekki breytist

Þorsteinn Pálsson skrifar: Um breytingar og hitt sem ekki breytist
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Mikil mistök að sameinast Kjarnanum

Reynir Traustason: Mikil mistök að sameinast Kjarnanum