Í gærkvöldi lagði þingflokkur Sjálfstæðisflokksins til hverjir færu með formennsku í þeim þremur fastanefndum sem flokkurinn hefur að skipa. Tillaga þingflokksins er að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir verði formaður utanríkisnefndar, Páll Magnússon formaður allsherjarnefndar og Óli Björn Kárason formaður efnahags- og viðskiptanefndar.
Þá er gert ráð fyrir að Haraldur Benediktsson verði fyrsti varaformaður fjárlaganefndar og Jón Gunnarsson verði fyrsti varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar.
Alþingi verður sett í dag, en Alþingi hefur aldrei verið sett svona seint á árinu fyrr. Fjárlagafrumvarpið verður kynnt fyrir hádegi og er frétta að vænta af því þegar líður á daginn.