fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
Eyjan

Björn Bjarnason ýjar að vanhæfi umhverfisráðherra – Ver Kristján Þór fyrir „vinstri“ miðlum

Trausti Salvar Kristjánsson
Miðvikudaginn 13. desember 2017 13:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Bjarnason

Björn Bjarnason fjallar um hæfi tveggja ráðherra á heimasíðu sinni í dag. Hann gagnrýnir RÚV og fleiri „vinstrisinnaða“ miðla fyrir fréttaflutning af Kristjáni Þór Júlíussyni sjávarútvegsráðherra og tengslum hans við Samherja, sem Björn gerir lítið úr. Hann virðist frekar hafa áhyggjur af hæfi Guðmundur I. Guðbrandssonar umhverfisráðherra, ef marka má þessi orð:

„Líklegt er að fleiri spurningar kunni að vakna um hæfi nýja umhverfisráðherrans til að taka afstöðu í álitamálum en nýja sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherrans.“

Þá gagnrýnir Björn viðbrögð Landverndar við vanhæfisfréttum varðandi umhverfisráðherrann , en samtökin sendu frá sér yfirlýsingu þar sem fréttamenn RÚV voru skammaðir fyrir að tala um Landvernd sem hagsmunasamtök. Segir Björn yfirlýsinguna engu breyta um hæfi ráðherrans, þar sem umhverfisráðherra beri að „virða hæfisreglur stjórnsýslulaga.“
Um Kristján Þór og RÚV segir Björn þetta:

„…svífur sá andi í Efstaleiti að nauðsynlegt sé að hafa varann á sér gagnvart Kristjáni Þór þar sem hann hafi starfað sem stýrimaður hjá Samherja og setið í stjórn fyrirtækisins auk þess sem það hafi styrkt hann í stjórnmálabaráttunni. Í þessu tilliti er staða Kristjáns Þórs ekki önnur en margra annarra stjórnmálamanna sem hafa verið virkir í atvinnulífi þjóðarinnar og verða í störfum sínum að meta eigið hæfi til töku ákvarðana af tilliti til margra annarra þátta en þeirra sem snerta fyrri störf þeirra.“

Þá telur Björn að fjölmiðlar séu viljandi að skapa tortryggni í garð sjávarútvegsfyrirtækja:

„Ástæðan fyrir því að sótt er sérstaklega að Kristjáni Þór er ekki málefnaleg, þótt leitast sé við að færa málflutninginn í þann búning, heldur hluti af viðleitni til að skapa tortryggni í garð öflugra sjávarútvegsfyrirtækja. Hann er auk þess þingmaður og ráðherra Sjálfstæðisflokksins sem gerir hann sjálfkrafa að bráð þeirra fjölmiðlamanna sem vilja veg flokksins sem minnstan.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Dagur B. Eggertsson: Bændur gætu orðið fremstir í stuðningsliði Evrópusambandsaðildar

Dagur B. Eggertsson: Bændur gætu orðið fremstir í stuðningsliði Evrópusambandsaðildar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Willum nýtur vinsælda og virðingar – verður sennilega næsti formaður Framsóknar

Orðið á götunni: Willum nýtur vinsælda og virðingar – verður sennilega næsti formaður Framsóknar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Peppræðan uppfull af taugatitringi, hroka og ráðaleysi

Orðið á götunni: Peppræðan uppfull af taugatitringi, hroka og ráðaleysi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Þegar kærastar urðu asnalegir

Nína Richter skrifar: Þegar kærastar urðu asnalegir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Smölun hafin hjá Sjálfstæðisflokknum – styrkleiki fylkinga kannaður á átakafundi

Orðið á götunni: Smölun hafin hjá Sjálfstæðisflokknum – styrkleiki fylkinga kannaður á átakafundi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“