fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
Eyjan

Launþegum fer fjölgandi í ferðaþjónustu – Fækkar í sjávarútvegi

Trausti Salvar Kristjánsson
Miðvikudaginn 13. desember 2017 10:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt vef Hagstofu Íslands hefur launþegum í sjávarútvegi fækkað undanfarið ár, meðan launþegum fjölgar í byggingariðnaði og ferðaþjónustu. Á tímabilinu, frá nóvember 2016 til október 2017, voru 17.411 launagreiðendur á Íslandi að jafnaði, sem er fjölgun um 642 frá árinu áður. Á sama tímabili fengu 186.900 einstaklingar laun, sem er aukning um 8.400 frá tímabilinu á undan.
Alls voru 2660 launagreiðendur og 12.900 launþegar í byggingariðnaði í október 2017, sem er fjölgun um 1500 frá október 2016. Í ferðaþjónustu voru 1783 launagreiðendur og 26.800 launþegar og hafði launþegum fjölgað um 1.700 á einu ári. Í sjávarútvegi fækkar launþegum um 200 manns milli ára eða úr 9100 í 8900 en launagreiðendur voru 481 í október á þessu ári.
Á sama tímabili hefur launþegum í heild fjölgað um 6.500. Inni í þessum tölum eru ekki upplýsingar um einyrkja sem stunda rekstur á sinni eigin kennitölu og greiða sjálfum sér laun, sem ku vera algengt rekstrarform í byggingariðnaði, landbúnaði, hugverkaiðnaði og skapandi greinum, að því er fram kemur á vef Hagstofu Íslands.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Dagur B. Eggertsson: Bændur gætu orðið fremstir í stuðningsliði Evrópusambandsaðildar

Dagur B. Eggertsson: Bændur gætu orðið fremstir í stuðningsliði Evrópusambandsaðildar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Willum nýtur vinsælda og virðingar – verður sennilega næsti formaður Framsóknar

Orðið á götunni: Willum nýtur vinsælda og virðingar – verður sennilega næsti formaður Framsóknar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Peppræðan uppfull af taugatitringi, hroka og ráðaleysi

Orðið á götunni: Peppræðan uppfull af taugatitringi, hroka og ráðaleysi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Þegar kærastar urðu asnalegir

Nína Richter skrifar: Þegar kærastar urðu asnalegir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Smölun hafin hjá Sjálfstæðisflokknum – styrkleiki fylkinga kannaður á átakafundi

Orðið á götunni: Smölun hafin hjá Sjálfstæðisflokknum – styrkleiki fylkinga kannaður á átakafundi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“